Ein jörð, einn sjór

353
Deila:

Í síðustu viku setti Grænvangur á laggirnar viðburð sem bar heitið Plastið í atvinnulífinu – lærum hvert af öðru. Viðburðinum var streymt á vef þeirra og er hægt að horfa á upptökuna hér.

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri samfélagsábyrgðar, nýsköpunar og fjárfestatengsla hjá Brim, var með erindið Ein jörð, einn sjór. Í erindinu fer hún yfir þá stefnu Brims að vera leiðandi í umhverfismálum og hvetur fyrirtæki og fólk að setja sér skýr umhverfismarkmið – því öll getum við verið leiðandi í að hugsa vel um jörðina og sjóinn.

„Sjórinn þekur yfir 70% af jörðinni og það skiptir jafn miklu máli að bera virðingu fyrir lífríki sjávar og umhverfinu. Það þarf því alltaf að leita leiða til að gera vel í þessum málum,“ bendir Gréta meðal annars á í erindi sínu.

Brim á og rekur þrjár sorpflokkunarstöðvar og safnar öllu sorpi sem fellur til í starfseminni, hvort sem er á sjó eða í landi. Sorpið er flokkað í yfir 30 flokka og er mikið lagt í stafrænar lausnir. Þær lausnir nýtast vel til að lágmarka það sem fer til urðunar sem og auðveldar fyrirtækinu að taka upplýstar ákvarðanir varðandi næstu skref í flokkun.

„Við verðum að leggja okkur fram við að finna ruslinu okkar farveg þannig að það fari ekki í sjóinn eða einhverjar leiðir þar sem það á ekki að vera. Við þurfum að nýta og endurvinna það betur og endurvinna það, því við viljum ekki endilega framleiða meira af því,“ segir Gréta.

Erindi Grétu má horfa á heild sinni hér.

Deila: