-->

Eins og að vera í grautarpotti

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði í heimahöfn á Seyðisfirði í gærmorgun. Aflinn var 96 tonn, mest þorskur og ýsa. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Steinþór Hálfdanarson skipstjóra og spurði hann hvar hefði verið veitt.

„Við byrjuðum á Tangaflakinu, síðan var farið í Reyðarfjarðardýpið og á Gerpisflakið og eftir það veitt Utanfótar. Tveir dagar fóru síðan í að leita að ufsa og karfa og þá var haldið í Berufjarðarál, Lónsdýpið og á Papagrunn. Ufsa- og karfaleitin bar harla lítinn árangur. Að þessari leit lokinni var tekið eitt hol á Breiðdalsgrunni og síðan endað á Tangaflakinu. Það var semsagt víða farið. Allan túrinn var sjólagið hreint út sagt skelfilegt. Það var alltaf sama áttin, helvítis lægðabuna. Þetta var eins og að vera í grautarpotti. Það er gott að koma í land eftir að hafa upplifað svona sjólag dögum saman,“ segir Steinþór.
Gullver NS í brælu. Ljósm. Þorgeir Baldursson

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Frumraun Hoffellsins á kolmunnamiðunum

Uppsjávarskipið Hoffell SU er nú á landleið með 2.250 tonn af kolmunna sem fékkst um 100 mílur suður af Færeyjum, að því er seg...

thumbnail
hover

Losuðu dauðan hval

Áhöfn sjómælingaskipsins Baldurs losaði síðastliðinn miðvikudag dauðan hval á Stakksfirði en hann hafði flækst í botnföstu t...

thumbnail
hover

Skagfirðingar mótmæla breytingum á strandveiðikerfinu

Í nýrri ályktun Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar er mótmælt fyrirætlan Svandísar Svavarsdóttur, matvæltráðherra, að hv...