-->

Eins og hræskrokkur á góðri sólarströnd

Maður vikunnar að þessu sinni er Hornfirðingur. Hann er verksmiðjustjóri í fiskimjölsverksmiðju Skinney-Þinganes og hóf vinnu við sjávarútveg fyrir tæpum 30 árum, þá 16 ára gamall.

Nafn:

Erlingur Ingi Brynjólfsson.

Hvaðan ertu?

Haga í Hornafirði.

Fjölskylduhagir?

Giftur Rut Guðmundsdóttur og við eigum tvær dætur og þrjú barnabörn.

Hvar starfar þú núna?

Ég er verksmiðjustjóri í Fiskmjölsverksmiðju Skinney-Þinganes hf.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

1992, þá byrjaði ég 16 ára gamall að vinna fyrir Skinney á Hornafirði en fór fljótt yfir í Fiskmjölsverksmiðju Hornafjarðar og hef verið viðloðandi það síðan með einhverjum hléum.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Oft á tíðum krefjandi sem mér líkar vel og endalaus framþróun og svo er svo mikið af jákvæðu og skemmtilegu fólki greininni.

En það erfiðasta?

Það erfiðasta er að sjá á eftir góðum félögum.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Ég hef nú lent í ýmsu, en eftirminnilegast myndi vera þegar að fyrstu konurnar voru ráðnar í almenn störf verksmiðjunnar en þangað til hafði vinnustaðurinn verið frekar karllægur, í dag eru fjórar konur í verksmiðjunni og sinna hinum ýmsu verkum jafnt við karla á 14 manna vinnustað.

Hver er eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Þeir eru margir en helst má nefna Björn Emil Traustason, Harald Jónsson, Magnús Guðjónsson og Þórð Jónsson.


Hver eru áhugamál þín?

Mér finnst mest gefandi að bruna útí buskann á „böggý“ bílnum mínum og jú grilla góðan mat.


Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Það er svo margt, en rétt elduð Nautasteik klikkar aldrei.


Hvert færir þú í draumfríið?

Það er nú það. Ég hvílist nú yfirleitt best við að liggja eins og hræskrokkur á góðri sólarströnd.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Vaxandi tekjur af fiskeldi

Útflutningstekjur af fiskeldi jukust úr 9,6 milljörðum króna árið 2016 í 29,3 milljarða króna á síðasta ári. Um er að ræða ...

thumbnail
hover

Fundað um uppsjávarveiðar í London

Þessa dagana standa yfir í London viðræður strandríkja um veiðistjórnun á makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld. Samtímis fa...

thumbnail
hover

Uppsjávarveiðarnar blómstra

Þegar þetta er ritað er verið að ljúka við að landa 1.600 tonnum af norsk-íslenskri síld úr Beiti NK í Neskaupstað. Að sjálfs...