Ekkert bendir til spillingar í öðrum löndum

Deila:

For­svars­menn Sam­herja hafa á­kveðið að hraða för fyrir­tækisins frá Namibíu og hætta starf­semi sinni í landinu fyrr en á­ætlað var. Þetta stað­festir Geir Sviggum, hjá norsku lög­manns­stofunni Wik­born Rein í sam­tali við norska miðilinn DN. Fréttablaðið greinir frá þessu.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá hefur Björg­ólfur Jóhanns­son, for­stjóri fé­lagsins, áður tekið fram að fé­lagið hafi árið 2017 á­kveðið að hætta starf­semi í Namibíu. Nú er ljóst miðað við svör Geirs að það hefur á­kveðið að hraða ferlinu.

Í frétt DN er tekið fram að Geir Sviggum sé ný­kominn heim frá Ís­landi, ásamt Elísabetu Roscher, þar sem þau funduðu með for­svars­mönnum fyrir­tækisins. Sam­herji réð lög­manns­stofuna til að annast innri rann­sókn á við­skiptum þess í Namibíu. „Planið er að vera komin út úr Namibíu innan nokkurra mánaða,“ segir Geir.

Í fréttinni er jafn­framt tekið fram að starf­semi Sam­herja nái til tólf landa og að 55 prósent tekna þess komi er­lendis frá. Geir segir að enn sem komið er hafi ekkert komið upp í rann­sókn lög­manns­stofunnar sem bendi til þess að á­sakanir um spillingu eða peninga­þvætti nái til starf­semi þess í öðrum löndum.

„Vinna okkar hingað til bendir til þess að á­sakanirnar eins­korðist við starf­semi fyrir­tækisins í Namibíu,“ er haft eftir Geir.

„Fyrir­tækið vill ljúka öllu og tryggja gagn­sæi vegna niður­staðnanna. Ef við finnum gagn­rýnis­verða punkta, þá ætti að vera tekið á þeim. Fyrir­tækið vill læra,“ er haft eftir Geir. Þá er jafn­framt haft eftir honum að Þor­steinn Már Bald­vins­son taki á­sökunum „af hrylli­legum þunga.“

„Þegar þú rekur fyrir­tæki og það gengur svona vel og skapar svona mikið af störfum og færð svo svona á­sakanir í hendurnar, þá brennur inni í þér þörfin á því að komast til botns í málinu.“

 

 

Deila: