-->

Ekkert peningaþvætti í viðskiptum DNB og Samherja

Ríkissaksóknari Noregs hefur fellt niður sakamál sem var til rannsóknar og beindist að norska bankanum DNB vegna viðskipta við félög tengd Samherja. DNB greindi frá þessu í tilkynningu til Kauphallarinnar í Osló í morgun. Rannsóknin varðaði meðal annars ásakanir um peningaþvætti en hún leiddi ekki í ljós neina refsiverða háttsemi sem gæti leitt til ákæru og því var málið fellt niður. Fjallað er um málið á heimasíðu Samherja:

„Samherji hefur legið undir þungum ásökunum um að hafa stundað peningaþvætti í gegnum DNB bankann vegna útgerðar í Namibíu. Því til stuðnings hafa fjölmiðlar, meðal annars hér á landi, vísað til rannsóknarinnar á DNB bankanum í Noregi. Niðurstaða ríkissaksóknara Noregs um niðurfellingu málsins sýnir að ekkert var hæft í þessum fullyrðingum.

Samherji fagnar þessari niðurstöðu enda hefur félagið ávallt haldið því fram að ásakanir vegna viðskipti tengdra félaga við DNB hafi verið tilhæfulausar. Mjög veigamikill þáttur í umfjöllun Ríkisútvarpsins um útgerðina í Namibíu varðaði umrædd viðskipti við DNB bankann. Þar voru upplýsingar um áreiðanleikakönnun bankans slitnar úr samhengi og lánveitingar, sem voru framkvæmdar til að tryggja að greiðslur bærust skipverjum á réttum tíma, gerðar tortryggilegar. Mjög alvarlegar ásakanir voru settar fram um þessi viðskipti, meðal annars að þau hafi falið í sér peningaþvætti.

Rannsókn á því máli sem hér um ræðir var í fyrstu á borði Økokrim sem hóf rannsókn á DNB bankanum eftir að ásakanir voru settar fram í umfjöllun Ríkisútvarpsins í nóvember 2019. Málið færðist síðan til embættis ríkissaksóknara Noregs í Osló sem hefur nú lokið rannsókn og fellt málið niður.“

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ágætur afli

Afli bolfiskskipa Loðnuvinnslunnar, Ljósafells, Sandfells og Hafrafells, í febrúar var 945 tonn óslægt. Ljósafell var með 535 tonn. ...

thumbnail
hover

Álaveiðar mögulegar sem búsílag

Fiskistofa auglýsir nú eftir umsóknum um álaveiðar til eigin neyslu. Allar álaveiðar eru óheimilar í sjó, ám og vötnum á Íslan...

thumbnail
hover

Einfalda löggjöf um áhafnir skipa

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar í samráðsgátt drög að frumvarpi til laga um áhafnir skipa. Með frumv...