-->

Engin ástæða til að kvarta

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði fullfermi á Seyðisfirði í gær. Aflinn er rúm 114 tonn og er uppistaðan þorskur og ufsi. Hér er um að ræða 19. veiðiferð skipsins á árinu en auk þess landaði það tvisvar þegar tekið var þátt í rallinu í marsmánuði.

Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Hjálmar Ólaf Bjarnason stýrimann og spurði fyrst hvort menn væru ekki ánægðir með túrinn. „Jú, þetta var bara fínasti túr. Það er lögð mikil áhersla á að finna ufsa en það gengur misjafnlega hjá okkur og reyndar hjá öllum. Við fengum smá ufsaskot í þessum túr. Við veiddum víða að þessu sinni. Við vorum í Hvalbakshallinu en það var líka farið í Berufjarðarálinn, á Papagrunn og í Lónsbugtina og Lónsdýpið. Veðrið var gott má segja. Við fengum smá kaldaskít um tíma en hann gekk fljótt yfir. Að þessu sinni vorum við í fjóra og hálfan sólarhring að veiðum þannig að það er engin ástæða til að kvarta undan aflabrögðum,“ segir Hjálmar Ólafur.

Gert er ráð fyrir að Gullver haldi á ný til veiða annað kvöld.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Virkt ábendingarkerfi  hjá Faxaflóahöfnum

Virkt ábendingarkerfi hefur verið hjá Faxaflóahöfnum allt frá árinu 2016. Í gegnum kerfið er unnið að umbótaverkefnum sem leiða...

thumbnail
hover

Ertu öruggur um borð?

Vinnslustöðin, FISK Seafood og VÍS hafa hrundið af stokkum átaksverkefni sem ætlað er að beina kastljósum að öryggismálum á ski...

thumbnail
hover

Síldin sækir til vesturs 

Mun meira var að sjá af norsk-íslenskri síld og kolmunna í nýafstöðnum rannsóknarleiðangri færeyska rannsóknaskipsins Jákups Sv...