Enginn dagur eins

Deila:

Maður vikunnar á Kvótanum er frá Vestmannaeyjum. Hann byrjaði á sjó á Heimaey 1975 og var á sjó sem háseti, kokkur og vélstjóri. Hann menntaði sig síðan í véltæknifræði, stundaði kennslu um stund áður en hann gerðist tæknistjóri hjá Fisk Seafood á Sauðárkróki 1997.

Nafn?

Jón Ingi Sigurðsson.

Hvaðan ertu?

Ég er frá Vestmannaeyjum.

Fjölskylduhagir?

Ég er giftur Elísabetu Hrönn Pálmadóttur og við eigum þrjú börn.

Hvar starfar þú núna?

Tæknistjóri hjá FISK Seafood ehf.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég byrjaði 1975 á Heimaey VE 1, reri á bátum frá Vestmannaeyjum fyrst sem háseti, kokkur og síðar vélstjóri. Fór í framhaldsnám 1989 og lærði Véltæknifræði í Danmörku. Starfaði sem deildarstjóri Vélstjórnarbrautar Framhaldsskólans í Vestmanneyjum frá 1993 til 1996. Frá árinu 1997 hef ég starfað sem Tæknistjóri hjá FISK Seafood ehf.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Það er mjög mikil fjölbreytni í störfum við sjávarútveg í dag, engin dagur eins.

En það erfiðasta?

Erfiðast eru allar fjarverur frá fjölskyldunni meðan maður var á sjó.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Það er margt skrýtið og skemmtilegt sem gerist í vinnunni, en ekki rétt að setja það á prent.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Það eru margir eftirminnilegir vinnufélagar sem maður hefur átt, en sá eftirminnilegasti er Örn Fossberg Kjartansson fyrrum vélstjóri í frystihúsi FISK Seafood ehf, sem er nýhættur störfum vegna aldurs.
Hver eru áhugamál þín?

Ferðalög innanlands sem utan, útivera, hlaup, göngur, fjallgöngur og körfubolti.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Allskonar fiskmeti svo sem humar, léttsaltaður þorskur og allslags fiskréttir. Svo klikkar lambið heldur ekki.

Hvert færir þú í draumfríið?

Siglingu um miðjarðarhafið eða jafnvel heimsreisu.

 

Deila: