-->

Erfiðast að segja nei

Hann byrjaði að vinna í fiski ungur að árum og 17 ára fór hann á sjóinn. Hann er um þessar mundir að róa á Bergi VE. Hann er mikill steikarmaður og langar til Norður-Kóreu.

Nafn:

Jón Góa – Jón Sigurgeirsson.

Hvaðan ertu?

50/50% Dalvíkingur og Hríseyingur.

Fjölskylduhagir?

Giftur með tvö börn.

Hvar starfar þú núna?

Um þessar mundir er ég að róa á Berg VE 44 frá Vestmannaeyjum.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Fimmtán ára gamall fékk ég mína fyrstu reynslu af sjávarútvegi hjá litlu fyrirtæki á Dalvík sem stundaði lausfrystingu. Þar starfaði ég í tvö ár og lærði heilmikið. 17 ára gamall fór ég á sjóinn.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fólkið sem maður kynnist í kringum greinina og fjölbreytt verkefni sem þú færð í hendur.

En það erfiðasta?

Að segja nei.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Til dæmis að vera fastur á botntrolli í átta klukkustundir.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Á Snæfellinu var virkilega eftirminnileg áhöfn, þar voru margir snillingar. Mórallinn var 110%.

Hver eru áhugamál þín?

Ætli það sé ekki bara að njóta lífsins og gera eins gott úr hlutunum eins og hægt er. Ég hef líka gaman af skotveiði.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Ég er mikill steikarmaður. Fátt betra en harðbrasaður mömmuhryggur með brúnni.

Hvert færir þú í draumfríið?

Ætli það yrði ekki til Norður-Kóreu.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Mast veitir Löxum Fiskeldi nýtt rekstrarleyfi

Matvælastofnun hefur veitt Löxum Fiskeldi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis í Reyðarfirði í samræmi við lög um fiskeldi. Matvælas...

thumbnail
hover

13 ára háseti með félaga sínum...

Maður vikunnar starfar í þeirri atvinnugrein sem mestur vöxtur er í um þessar mundir og hefur hleypt lífi í margar byggðir sem átt...

thumbnail
hover

Brim tekur þátt í Síminn Cyclothon

Brim tekur þátt í Síminn Cyclothon keppninni sem hófst í gær við Egilshöll. Keppnin er boðhjólakeppni þar sem átta manna lið ...