Erfitt að segja fólki upp

Deila:

Maður vikunnar er frá Patreksfirði en starfar í Grundarfirði. Hún hefur aldrei séð eftir því að mennta sig til starfa í fiskvinnslu. Svo er fiskur uppáhaldsmaturinn hennar.

Nafn:

Mjöll Guðjónsdóttir.

Hvaðan ertu?

Patreksfirði.

Fjölskylduhagir?

Einhleyp, á eina dóttur.

Hvar starfar þú núna?

Soffanías Cecilsson ehf.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Hef svo til verið viðloðandi síðan ég var 16-17 ára og endaði á að fara í Fiskvinnsluskólann og ég sem ætlaði sko ekki að vinna í fiski allt mitt líf 😊 Hef aldrei séð eftir þeirri ákvörðun.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fjölbreytileiki, vinna með góðu fólki

En það erfiðasta?

Ef ég þarf að segja fólki upp störfum  reynist það mér verulega erfitt.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Ekkert sem ég man í augnablikinu.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Þeir eru nokkrir og fallnir frá blessaðir.

Hver eru áhugamál þín?

Vinnan mín er númer 1. Svo starfa ég nokkuð í félagastarfi og það er afskaplega gefandi.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Fiskur.

Hvert færir þú í draumfríið?  

Sigling til heitra landa.

Deila: