-->

Erfitt að toppa humarsúpuna hans pabba

Maður vikunnar að þessu sinni er úr Fjallabyggð. Hún starfar á gæðasviði Ramma hf. Hún byrjaði að vinna í sjávarútvegi sem unglingur og vann síðan hjá Síldarminjasafninu um tíma.

Nafn:
Kristín Margrét Halldórsdóttir.

Hvaðan ertu?
Ég kem frá Fjallabyggð.

Fjölskylduhagir?
Ég bý á Ólafsfirði ásamt kærasta mínum.

Hvar starfar þú núna?
Ég starfa á gæðasviði Ramma hf.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég byrjaði sem unglingur að vinna í rækjuvinnslunni á Siglufirði, ásamt því að vinna hjá Síldarminjasafni Íslands í nokkur ár.  Svo fyrir skemmtilega tilviljun hóf ég störf aftur hjá Ramma fyrir rúmu ári á gæðasviði.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Hversu víðtæk verkefnin eru.  Maður er í stanslausum samskiptum við fólk alls staðar að og það getur verið mjög skemmtilegt að fá að sjá hvernig hver og einn tekst á við þær áskoranir sem koma upp.

En það erfiðasta?

Ég myndi segja úttektir frá vottunarstofum og kaupendum.  Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt í sambandi við þessi margþættu gæðamál, en það kemur allt með æfingunni svo maður fagnar þessum úttektum á sama tíma.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Það kemur allskonar fólk á Síldarminjasafnið, margt af því rosalega vingjarnleg og skemmtilegt.  Mér hefur t.d. verið boðin gisting hjá mjög krúttlegri eldri konum frá Bandaríkjunum eftir að ég fór með hóp sem hún tilheyrði í leiðsögn um safnið.  Ég fékk nafnspjöld frá henni og allt en hugsa nú að ég afþakkið boðið.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Það er rosalega erfitt að velja úr, ég vinn með mjög góðum og skemmtilegum hóp af fólki.

Hver eru áhugamál þín?

Ég hef mikinn áhuga á bakstri, eldamennsku og fótbolta, og svo auðvitað eyða tíma með góðum vinum og fjölskyldu.  Allt þetta týpíska.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Humarsúpuna pabba er erfitt að toppa.  Hún alveg ólýsanlega góð!

Hvert færir þú í draumfríið?

Það eru svo margir staðir sem mig langa að sjá að ég held að draumafríið væri að fara í einhverskonar „gourmet“ Evrópureisu með góðum mat, góðum hótelum og góðum félagsskap.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Íþyngjandi gjaldtaka hægir á verðmætasköpun í...

„Gjaldtaka í sjókvíaeldi er umfangsmeiri en í flestum öðrum atvinnugreinum hér á landi. Flest fyrirtæki greiða hefðbundin gjöl...

thumbnail
hover

Mikið óveitt af ufsa

Mikið er óveitt af ufsa nú þegar fiskveiðiárinu er að ljúka. Það er svipuð staða og í fyrra. Kvótinn nú er 78.700 tonn, aflin...

thumbnail
hover

ISI tapaði 300 milljónum

Iceland Seafood International (ISI) tapaði 2,1 milljón evra á öðrum ársfjórðungi eða sem nemur 296 milljónum á gengi dagsins, að...