Erfitt að veiða makrílinn

107
Deila:

Upp á síðkastið hefur verið erfitt að veiða makrílinn. Skipin hafa verið í Síldarsmugunni og þar hefur mikið verið leitað. Einstaka sinnum finnast torfur og þá fyllast menn bjartsýni en fljótlega dregur úr veiðinni og þá hefst leit á ný. Fiskurinn virðist vera mjög dreifður og þá er erfitt að ná veiðiárangri. Vonandi á þetta ástand eftir að breytast og víst er að þá lyftist brúnin á mörgum.

Börkur II NK kom til Neskaupstaðar sl. laugardag með um 670 tonn, þar af rúmlega 500 tonn af síld sem fékkst út af Austfjörðum. Í kjölfarið kom síðan Börkur NK með 490 tonn af makríl og síld. Makríllinn var um 340 tonn af afla skipsins en megnið af síldinni fékkst úr af Austfjörðum. Í gær var Bjarni Ólafsson AK á landleið með um 670 tonn og væntanlegur í morgun.

Athygli hefur vakið að niðurstöður rannsóknaleiðangurs, sem nýlega er lokið, sýna að meira magn af makríl sé til staðar í íslenskri lögsögu í ár en í fyrra. Niðurstöðurnar sýna jafnframt að þéttleiki makrílsins sé lítill og hann því dreifður í hafinu austur af landinu.
Ljósmynd Smári Geirsson.

Deila: