Erfitt tíðarfar á strandveiðum

168
Deila:

Strandveiðum í maí er lokið.  Þrátt fyrir 13% fjölgun báta á veiðum jókst afli aðeins um 4%.  Fjöldi landana stóð næstum í stað sem segir allt um hversu tíðarfarið var erfitt. Aflabrögð voru misjöfn eins og gengur og gerist.  Á flestum svæðum var góð veiði framan af maí en þegar nær dró mánaðamótum varð erfiðara að ná skammtinum samkvæmt frétt á heimasíðu landssambands smábátaeigenda.

Heildarafli á hvern bát dróst saman á öllum veiðisvæðum.  Minnst á svæði B, en mest á svæði D.  Mestur var meðalafli á bát á svæði A – 5,6 tonn.

Alls tókst 31 að róa alla 12 dagana sem í boði voru, 22 á svæði A, 5 á svæði C og 4 á svæði D. Samanburður við maí í fyrra sýnir að sveiflan er mikil þar sem 90 bátar voru þá með 12 daga.

Það sama var upp á teningunum varðandi fjölda sem fiskuðu meira en 10 tonn, 6 bátar náðu því marki nú á móti 22 í maí í fyrra.

 

Deila: