Eskfirðingur í húð og hár

174
Deila:

Maður vikunnar byrjaði 13 ára að skera af skreið. En nú er hann fyrsti vélstjóri á Jóni Kjartanssyni SU. Hann segir spennandi að veiða loðnu í nót, brælurnar erfiðar og skrýtið að fast eld í vélarrúmi.

Nafn:

Þorsteinn Snorrason.

Hvaðan ertu?

Ég er Eskfirðingur í húð og hár.

Fjölskylduhagir?

Ég er giftur Ingibjörgu Birgisdóttir og eigum við eina dóttur sem heitir Friðný María, og tengdasonurinn Anton Orri og kötturinn Prins

Hvar starfar þú núna?

Ég er 1. vélstjóri á Jóni Kjartansyni SU 111.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég var 13 ára var þá að skera af skreið.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Þegar við erum að veiða loðnu í hringnót, það er mest spennandi.

En það erfiðasta?

Brælur.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Eldur í vélarrúmi.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Það mun vera Guðni Þór Elísson.

Hver eru áhugamál þín?

Fjölskyldan, skotveið og tæki og tól.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn.

Kjötsúpa, lambalæri og rjúpur.

Hvert færir þú í draumfríið?

Hawaii.

 

Deila: