Faraldurinn hefur mikil áhrif á sjávarútveginn í Bretlandi

173
Deila:

Áhrifanna af Covid-19 faraldrinum gætir víða í sjávarútveginum á Bretlandseyjum og sölu og dreifingu sjávarafurða og í fiskeldinu að sama skapi samkvæmt úttekt Seafish, Fiskifélags Bretlandseyja. Úttektin var gerð til að að auðvelda, fiskiðnaðinum, hagsmunasamtökum og stjórnvöldum að skilja áhrifin og í henni eru tiltekin ákveðin tilfelli þar sem áhrifin koma fram.

Einn af framkvæmdastjórum Seafish, Aoife Martin, að enginnn vafi sé á því að faraldurinn hafi valdið miklum röskunum og áskorunum fyrir iðnaðinn.  Frá upphafi faraldursins hafi verið safnað saman upplýsingum um hvaða áhrif hann hafi haft á alla keðjuna frá veiðum til neytenda. Nú sé búið að vinna úr þeim og því tímabært að kynna helstu niðurstöður eftir fyrri helming ársins:

  • Útflutningsmarkaðir urðu fyrst fyrir áfalli vegna faraldursins þegar lykilmarkaðir eins og Kína, Ítalía, Spánn og Frakkland lokuðust.
  • Smásala sjávarafurða tók mikinn kipp við upphaf opinberra aðgerða vegna faraldursins. Síðan jafnaðist salan en hefur áfram verið meiri en í fyrra. Þessi aukning hefur skilað stórmörkuðunum og betri fiskbúðum miklu.
  • Veitingageirinn á Bretlandseyjum hrundi í lok mars er veitingastöðum var lokað og ferðamenn hættu að koma til lands.
  • Þegar afurðakeðjan slitnaði og framleiðendur náðu ekki til hefðbundinna viðskiptavina opnuðust leiðir fyrir smærri aðila til að selja beint til neytenda.
  • Meðan á lokunum stóð lenti iðnaðurinn í vandræðum með afhendingu, stöðugleika og áreiðanleika vegna þess að flutninganetið brast.
  • Mikil rekstrar- og afkomuóvissa leiddi til þess að margir framleiðendur lokuðu starfsemi sinni eða drógu verulega úr henni tímabundið og nutu opinberra styrkja vegna þessa til að halda starfsfólki.
  • Nokkur fyrirtæki hreinlega hættu rekstri meðan önnur aðlöguðu afurðir sínar og leiðir inn á markaðina að stöðunni og leituðu nýrra markaðstækifæra.
  • Fyrirtæki sem héldu starfsemi áfram eða hófu starfsemi á ný, urðu að laga sig að reglum um fjölda og fjarlægðarmörk.
  • Minnkandi eftirspurn og framleiðslugeta hafa haft bein áhrif á framboð á fiski til vinnslu og fiskverð.
  • Fisklandanir á Bretlandseyjum og innflutningur á fiski eru umtalsvert lægri en á sama tímas í fyrra.
  • Minni eftirspurn skapaði ýmsan tímabundinn vanda fyrir aðila sem eru með lifandi dýr, til dæmis í fiskeldinu.
  • Miklar áhyggjur eru vegna mögulegra langtíma áhrifa faraldursins á fiskeldið, sérstaklega á langtíma skipulag eldisins frá hrognum til söluhæfs fisks.

Einn framkvæmdastjóra sjávarafurðarisans Young‘s, Scott Johnston, segir að í smásölunni hafi þeir séð mikla söluaukningu í aðdraganda takmarkana á ferðafrelsi, fjöldatakmarkana og fjarlægðarmarka. Aukningin byrjaði í kældum afurðum en færðist síðan yfir í frystar afurðir þegar fólk fór að hamstra alls konar afurðir og fyllti frystikisturnar sínar. Verslunarferðir lögðust nánast af um tíma.

Þá hefur sala á sjávarafurðum á netinu tekið mikinn kipp og segir skoska fisksölufyrirtækisins CFayre in Largs  segir að þeir séu að selja meira af fiski nú en fyrir faraldurinn. Hann viti ekki hvort það sé vegna þess að neytendur hafi uppgötvað fyrirtækið, snúið sér frá stórmörkuðunum eða einfaldlega að skoskur fiskur sé svona góður. Hvort sem er sé þetta ánægjuleg þróun fyrir fyrirtækið.

Deila: