Faxaflóahafnir fresta og lækka gjöld

125
Deila:

Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkti á fundi sínum í gær tillögu um aðgerðir til að koma til móts við
viðskiptavini sína í ljósi þess forsendubrests sem COVID-19 faraldurinn hefur haft á rekstrarumhverfi
fyrirtækja og heimila. Stjórnin stendur einhuga á bak við þessar fyrstu aðgerðir um frestun og lækkun
gjalda og verður áfram á vaktinni komandi vikur og mánuði ef þörf verður á frekari aðgerðum til að mæta
þörfum viðskiptavina.
Hér að neðan má sjá aðgerðaáætlun Faxaflóahafna til að koma til móts við viðskiptavini:
a) Leigutakar húseigna hjá Faxaflóahöfnum geta óskað eftir frestun á greiðslu leigu allt að þremur
greiðslum sem eru á gjalddaga í mars, apríl og maí 2020. Skilyrði fyrir frestun leigugreiðslna eru að sýnt
sé fram á verulegt tekjutap miðað við sama tíma árið 2019. Við mat á tekjufalli verður miðað við a.m.k.
þriðjungs samdrátt í rekstrartekjum yfir heilan mánuð samanborið við árið 2019 samkvæmt staðfestu
tekjuyfirliti.
b) Gjalddagi og eindagi greiðslna sem frestað er að uppfylltum skilyrðum verður 15. janúar 2021.
c) Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkir að farþegagjöld hvala- og náttúruskoðunarfyrirtækja með skip og
báta undir 200 brt. verði tímabundið lækkuð um 75% frá 1. apríl til 30. júní og um 50% frá 1. júlí 2020 –
31.12.2020.
d) Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkir að lóðarleiga í Reykjavík og á Grundartanga verði frá og með
1. apríl til 31. desember eftirfarandi:
i. Álagning lóða í Reykjavík verði 2,0% af fasteignamati.
ii. Álagning lóða á Grundartanga verði 2,0% af fasteignamati.
iii. Lóðarleiga farmsvæða verður óbreytt 2,0% af fasteignamati.
e) Gjaldskrá dráttarbátsins Magna verði sú sama og fyrir dráttarbátinn Haka til 31.12.2020.
Samantekt:
• Leigugreiðslur leigjenda Faxaflóahafna eru um 27,0 mkr. á mánuði. Fjögurra mánaða
greiðslufrestur hefur því áhrif á sjóðsstreymi ársins og gætu þannig – ef allir leigjendur
hafnarinnar ættu rétt á frestun greiðslna – numið alls um 81,0 mkr. Tillagan byggir á samþykkt
Reykjavíkurborgar og þeirri útfærslu sem þar mun gilda.
• Farþegagjald lækkar við breytinguna í 48 krónur í apríl og maí en 95 krónur frá 1. júlí til áramóta
úr 190 krónum á hvern farþega. Útlit er fyrir að farþegagjald vegna hafsækinnar ferðaþjónustu
verði í ljósi aðstæðna óverulegt árið 2020, en samþykktinni er ætlað að koma til móts við smærri
útgerðaraðila í hvalaskoðun, sjóstangaveiði og náttúruskoðun.
• Lækkun á lóðarleigu gæti numið um 20,0 mkr. í lægri lóðatekjum. Gert var ráð fyrir nýrri gjaldskrá
fyrir Magna um mitt ár. Óbreyttri gjaldskrá verður haldið til áramót.
• Tillagan borin upp og samþykkt einróma. Formaður lagði fram eftirfarandi bókun sem var
samþykkt í stjórn.
Beiðni um frestun leigugjalds skal sendast á veffangið: frestun@faxafloahafnir.is

Deila: