
Faxaflóahafnir reisa farþegamiðstöð
Faxaflóahafnir hafa ýtt úr vör samstarfssamkeppni í alverktöku vegna hönnunar og byggingar á fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka í Sundahöfn, Reykjavík. Í þessum fyrsta fasa verkefnisins er óskað eftir umsóknum um þátttöku í forvalinu.
Faxaflóahafnir segja í frétt að fyrirhugað sé að reisa fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka í Sundahöfn sem sé ætlað að þjóna öllum gerðum farþegaskipa, hvort heldur eru farþegar farþegaskip sem hefja eða ljúka sinni ferð á Íslandi eða farþega skipa sem hafa viðkomu á Íslandi. Aðstöðunni er jafnframt ætlað að þjóna sem landamærastöð til og frá Íslandi fyrir farþega utan og innan Schengen svæða með öryggisleit, farangursskönnun, tollaaðstöðu, ásamt annarri tengdri þjónustu við farþega. Utan háannatíma er áætlað að nýta hluta húsnæðis fyrir viðburði.
Ákveðið hefur verið að farþegamiðstöðin verði BREEAM vottuð bygging á framkvæmdum við hana að vera lokið 1. apríl 2025.
Tengdar færslur
Frumraun Hoffellsins á kolmunnamiðunum
Uppsjávarskipið Hoffell SU er nú á landleið með 2.250 tonn af kolmunna sem fékkst um 100 mílur suður af Færeyjum, að því er seg...
Losuðu dauðan hval
Áhöfn sjómælingaskipsins Baldurs losaði síðastliðinn miðvikudag dauðan hval á Stakksfirði en hann hafði flækst í botnföstu t...
Skagfirðingar mótmæla breytingum á strandveiðikerfinu
Í nýrri ályktun Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar er mótmælt fyrirætlan Svandísar Svavarsdóttur, matvæltráðherra, að hv...