-->

Ferskur þorskur skilar 39,2 milljörðum

Samanburður á fyrstu þremur ársfjórðungum áranna 2021 og 2020 sýnir að 15% aukning hefur orðið í útflutningi á þorski sem gefur mestu verðmætin, roðflett flök í bitum.  Í lok september nam magnið rúmum 13.500 tonnum að verðmæti 21 milljarð.  Þó verðið hafi aðeins gefið eftir í evrum talið er það smáræði á móti magn og verðmætaaukningu.  

Farið er yfir þessi mál á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda, en tölurnar eru fengnar frá Hagstofu Íslands.

Alls nam útflutningur á ferskum þorski í flökum og bitum 34,4 milljörðum sem er 5% umfram sama tíma á árinu 2020.

Minna hefur verið flutt út af ferskum óunnum þorski í ár en í fyrra.  Samdrátturinn er 19% í magni talið rúm 2.200 tonn.  Verðmætin minnkuðu hins vegar ekki í takt við það eða um 7% þar sem útflutningsverð hækkaði um 14%, var að meðaltali 502 kr/kg á tímabilinu janúar – september.  Met var slegið nú í september þegar 617 krónur fengust fyrir hvert kíló.  

Samanlagt útflutningsverðmæti á ferskum þorski, heilum, í flökum og bitum nam 39,2 milljörðum. Frakkar voru stærstu kaupendur okkar á unnum þorski með 54% af útflutningsverðmætinu. Bretar keyptu mest þjóða af óunnum þorski eða 35% alls magnsins. 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Mast heimilar eldi á sæeyrum í...

Í samræmi við reglugerð nr. 1133/2021 hefur Matvælastofnun ákveðið að skrá Sæbýli rekstur ehf. með fiskeldi í Grindavík. Um...

thumbnail
hover

Gat á kví við Vattarnes –...

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Laxa við Vattarnes í...

thumbnail
hover

„Norðlendingur“ fyrir austan. Enginn frá borði...

Kaldbakur EA 1 – togari Útgerðarfélags Akureyringa – landaði 110 tonnum á Akureyri í gærmorgun, uppistaða aflans var þo...