
Fimm skip hefja loðnuleit
Mælingar á loðnustofninum hefjast í dag þegar fimm skip láta úr höfn til leitar. Auk rannsóknaskipa Hafrannsóknastofnunar, Bjarna Sæmundssonar og Árna Friðrikssonar, taka uppsjávarskipin Heimaey frá Vestmannaeyjum, Jóna Eðvaldsdóttir og Ásgrímur Halldórsson frá Hornafirði þátt í letinni.Í frétt Hafrannsóknastofnunar segir að útgerðir uppsjávarveiðiskipa standi sameiginlega undir kostnaðinum við úthald loðnuskipanna og verða vísindamenn frá stofnuninni verða um borð í hverju skipi.
Gert er ráð fyrir að uppsjávarskipin hefji leit fyrir austan land en rannsóknaskipin fyrir norðan. Með þátttöku þetta margra skipa í verkefninu er stefnt að því að ná heildaryfirferð yfir rannsóknasvæðið áður en vonskuveður skellur á undir lok vikunnar.

Svæðið sem skipin fimm munu leita á næstu sólarhringana.
Tengdar færslur
Frumraun Hoffellsins á kolmunnamiðunum
Uppsjávarskipið Hoffell SU er nú á landleið með 2.250 tonn af kolmunna sem fékkst um 100 mílur suður af Færeyjum, að því er seg...
Losuðu dauðan hval
Áhöfn sjómælingaskipsins Baldurs losaði síðastliðinn miðvikudag dauðan hval á Stakksfirði en hann hafði flækst í botnföstu t...
Skagfirðingar mótmæla breytingum á strandveiðikerfinu
Í nýrri ályktun Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar er mótmælt fyrirætlan Svandísar Svavarsdóttur, matvæltráðherra, að hv...