-->

Fimm skip hefja loðnuleit

Mælingar á loðnustofninum hefjast í dag þegar fimm skip láta úr höfn til leitar. Auk rannsóknaskipa Hafrannsóknastofnunar, Bjarna Sæmundssonar og Árna Friðrikssonar, taka uppsjávarskipin Heimaey frá Vestmannaeyjum, Jóna Eðvaldsdóttir og Ásgrímur Halldórsson frá Hornafirði þátt í letinni.Í frétt Hafrannsóknastofnunar segir að útgerðir uppsjávarveiðiskipa standi sameiginlega undir kostnaðinum við úthald loðnuskipanna og verða vísindamenn frá stofnuninni verða um borð í hverju skipi.
Gert er ráð fyrir að uppsjávarskipin hefji leit fyrir austan land en rannsóknaskipin fyrir norðan. Með þátttöku þetta margra skipa í verkefninu er stefnt að því að ná heildaryfirferð yfir rannsóknasvæðið áður en vonskuveður skellur á undir lok vikunnar.

Svæðið sem skipin fimm munu leita á næstu sólarhringana.

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Frumraun Hoffellsins á kolmunnamiðunum

Uppsjávarskipið Hoffell SU er nú á landleið með 2.250 tonn af kolmunna sem fékkst um 100 mílur suður af Færeyjum, að því er seg...

thumbnail
hover

Losuðu dauðan hval

Áhöfn sjómælingaskipsins Baldurs losaði síðastliðinn miðvikudag dauðan hval á Stakksfirði en hann hafði flækst í botnföstu t...

thumbnail
hover

Skagfirðingar mótmæla breytingum á strandveiðikerfinu

Í nýrri ályktun Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar er mótmælt fyrirætlan Svandísar Svavarsdóttur, matvæltráðherra, að hv...