-->

Fimmtungs samdráttur í stangveiði á laxi

Heildarfjöldi stangveiddra laxa árið 2021 var samkvæmt skráðum gögnum sem bárust til Hafrannsóknastofnunar 36.461 laxar og 8.663 löxum (19,2%) minni veiði en árið 2020. Af einstökum landshlutum þá var aukning í veiði í ám á Reykjanesi (13,3%), Vesturlandi (7,4%) og Norðurlandi vestra (1,7%) frá árinu áður, en minni veiði var á Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Suðurlandi.

Af veiddum löxum í stangveiði þá var 19.589 (53,7%) sleppt og heildarfjöldi landaðra laxa (afli) var 16.872 (46,3%). Af stangveiddum löxum voru 28.705 (78.7%) laxar með eins árs sjávardvöl (smálaxar) og 7.756 (21,3%) laxar með tveggja ára sjávardvöl eða lengri (stórlaxar). Alls var þyngd landaðra laxa (afli) í stangveiði 46.832 kg.

Alls voru skráðir 43.389 urriðar í stangveiði sumarið 2021 en hlutfall urriða sem var sleppt var 33,1% sem er hér um bil sama tala og var sleppt árið 2020. Afli urriða var 29.043 fiskar (66,9%) sem vógu samtals 37.654 kg.

Alls voru skráðar 30.726 bleikjur í stangveiði árið 2021. Hlutfall bleikju sem var sleppt var 45,2% sem var mun hærra hlutfall en árið áður (18,4%) og var fjöldi bleikja í afla 16.832 (54,8%).

Veiði í net var 4.574 laxar sumarið 2021 og var heildaraflinn 12.524 kg. Eins og undanfarin ár var netaveiði mest stunduð í stóru ánum á Suðurlandi, Ölfusá-Hvítá og Þjórsá en þar veiddust 4.344 laxar í net og var aflinn 12.001 kg. Lítið var um netaveiði í öðrum landshlutum.

Skráð silungsveiði í net á landinu öllu var 5.002 urriðar og 25.059 bleikjur.

Aldrei hafa veiðst fleiri hnúðlaxar í ám hér á landi en sumarið 2021 en þá voru skráðir samtals 339 hnúðlaxar í stang- og netaveiði. Í stangveiði voru skráðir 323 hnúðlaxar og 16 skráðir í netaveiði. Vitað er um hnúðlaxa úr fleiri ám sem ekki voru skráðir í veiðibækur eða skilað gögnum um.

Smelltu á hlekk til að opna skýrslu um samantekt lax- og silungsveiði 2021.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Mikið óveitt af ufsa

Mikið er óveitt af ufsa nú þegar fiskveiðiárinu er að ljúka. Það er svipuð staða og í fyrra. Kvótinn nú er 78.700 tonn, aflin...

thumbnail
hover

ISI tapaði 300 milljónum

Iceland Seafood International (ISI) tapaði 2,1 milljón evra á öðrum ársfjórðungi eða sem nemur 296 milljónum á gengi dagsins, að...

thumbnail
hover

Eimskip hagnast um 5 milljarða

Tekjur Eimskips á öðrum ársfjórðung námu 283,1 milljón evra sem er 34,1% aukning samanborið við annan ársfjórðung í fyrra. Rek...