-->

Fínasti fiskur

„Við erum hér á gráa svæðinu suður af Færeyjum nálægt skosku lögsögunni að veiða kolmunna. Við tókum 400 tonn í fyrsta holinu og erum að fara að hífa aftur. Mér sýnist að það sé svipað í því,“ sagði Bjarni Már Hafsteinsson, skipstjóri á Guðrúnu Þorkelsdóttir, þegar Auðlindin sló á þráðinn til hans síðdegis í gær.

Mikill fjöldi uppsjávarveiðiskipa er á svæðinu og veiðin nokkuð góð og kolmunninn vel á sig kominn. „Þetta er fínasti fiskur,“ sagði Bjarni. Þarna á miðunum eru skip frá Danmörku, Færeyjum, íslandi og Rússlandi. Það er Eskja sem gerir Guðrúnu út, en auk hennar eru Jón Kjartansson og Aðalsteinn Jónsson frá Eskju, sem eru að þessum veiðum nú. Guðrún er búin að landa kolmunna þrisvar  og hefur landað á Eskifirði og Vopnafirði, en næst verður landað á Eskifirði úr fjórðu veiðiferðinni. Siglingin frá Eskifirði á miðin tekur um einn og hálfan sólarhring og annað eins heim, en fjarlægðin er 360 mílur.

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Oddbjörg hætt hjá LS

Oddbjörg Friðriksdóttir skrifstofustjóri Landssambands smábátaeigenda til rúmlega 30 ára hefur látið af störfum.   Landssamband ...

thumbnail
hover

Mætt á vaktina 20. árið í...

Þó svo að makrílvertíðin fari rólega af stað er nú mikið líf og fjör á Þórshöfn. Kona sem er mætt á vaktina tuttugasta ár...

thumbnail
hover

Góð aflabrögð í Bolungarvík

Góð aflabrögð voru í Bolungavík í síðasta mánuði. Alls bárust 2005 tonn að landi. Um 1500 tonn eða 3/4 allrar veiði var fengi...