-->

Fiskaflinn dróst saman í júní

Fiskafli íslenskra skipa í júní var 47.227 tonn eða 11% minni en í júní 2017. Botnfiskafli var rúm 32 þúsund tonn og dróst saman um tvö prósent, þar af nam þorskaflinn tæpum 18 þúsund tonnum sem er 2% minni afli en í júní 2017. Af uppsjávartegundum veiddist nær eingöngu kolmunni, en af honum veiddust tæplega 11 þúsund tonn sem er 31% minna en í júní 2017. Skel- og krabbadýraafli nam 735 tonnum samanborið við 742 tonn í júní 2017 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands

Heildarafli á 12 mánaða tímabili, frá júlí 2017 til júní 2018, var tæplega 1.266 þúsund tonn, en það er 8% samdráttur miðað við sama tímabil ári fyrr.

Verðmæti afla í júní metið á föstu verðlagi var 6% minna en í júní 2017.

Fiskafli
  Júní Júlí‒júní
  2017 2018 % 2016‒2017 2017‒2018 %
Fiskafli á föstu verði            
Vísitala 69 65 -6
             
Fiskafli í tonnum            
Heildarafli 53.016 47.227 -11 1.370.630 1.265.900 -8
Botnfiskafli 32.831 32.302 -2 411.320 475.216 16
  Þorskur 18.303 17.929 -2 241.708 279.513 16
  Ýsa 1.778 2.368 33 35.324 40.984 16
  Ufsi 4.573 4.090 -11 46.668 56.625 21
  Karfi 4.177 4.095 -2 55.460 63.396 14
  Annar botnfiskafli 3.999 3.820 -4 32.161 34.698 8
Flatfiskafli 3.234 3.412 5 20.773 25.963 25
Uppsjávarafli 16.188 10.769 -33 676.807 753.569 11
  Síld 42 3 -93 110.651 125.392 13
  Loðna 0 0 196.832 186.333 -5
  Kolmunni 15.581 10.766 -31 201.268 277.420 38
  Makríll 565 0 -100 168.050 164.424 -2
  Annar uppsjávarfiskur 0 0 5 0 -93
Skel-og krabbadýraafli 742 735 -1 9.394 11.129 18
Annar afli 21 9 -55 66 23 -65

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Frumraun Hoffellsins á kolmunnamiðunum

Uppsjávarskipið Hoffell SU er nú á landleið með 2.250 tonn af kolmunna sem fékkst um 100 mílur suður af Færeyjum, að því er seg...

thumbnail
hover

Losuðu dauðan hval

Áhöfn sjómælingaskipsins Baldurs losaði síðastliðinn miðvikudag dauðan hval á Stakksfirði en hann hafði flækst í botnföstu t...

thumbnail
hover

Skagfirðingar mótmæla breytingum á strandveiðikerfinu

Í nýrri ályktun Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar er mótmælt fyrirætlan Svandísar Svavarsdóttur, matvæltráðherra, að hv...