-->

Fiskibuff með sterkri mæjónesósu

Fiskibuff geta verið af ýmsu tagi. Hér erum við með uppskrift að þorski með sterkri mæjónessósu. Buffið er töluvert frábrugðið gömlu góðu fiskibollunum okkar, en ansi góð tilbreyting frá því sem við erum vön. Það er svona austurlensku keimur af matnum, sem er virkilega bæði hollur og góður.

Innihald:

 • Fiskibuffið
 • 800g ferskur þorskur, roð og beinlaus
 • 3 msk. smjör
 • 400g kartöflur, flysjaðar og skornar í teninga
 • ½ bolli vorlaukur, smátt skorinn
 • ¼ bolli fersk steinselja smátt söxuð
 • 2 tsk. ferskt timian, smátt saxað
 • 1 tsk. karrýduft
 • 2 tsk. dökkt bragðmikið sinnep
 • 1 egg
 • ½ bolli hveiti
 • 3 msk. matarolía
 • Mæjónessósa
 • ½ bolli mæjónes
 • 2 msk. „Sweet Chilli Sauce
 • 2 tsk. sinnep
 • 1 msk. fersk steinselja, smátt söxuð

Aðferðin:

Forhitið ofninn í 180°C og setjið smjörpappír í ofnskúffuna. Þurrkið fiskbitana og kryddið á báðum hliðum með salti og pipar og raðið þeim í ofnskúffuna. Jafnið einni matskeið af smjöri yfir bitana. Bakið þá í ofninum í um 10 mínútur og veltið þeim þá og bakið í um 8 mínútur. Takið þá úr ofninum og kælið niður.

Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru orðnar mjúkar. Færið þær yfir í stóra skál og gerið úr þeim stöppu. Myljið fiskstykkin út í og bætið vorlauknum, steinseljunni, timiani, sinnepi og því sem eftir er af smjörinu, bræddu, og egginu út í og hrærið vel saman. Kryddið með salti og pipar eftir smekk. Blandan ætti þá að vera passlega þykk til að gera úr henni hæfileg buff. Veltið þeim upp úr hveiti. Steikið buffin á snarpheitri pönnu í um 5 mínútur á báðum hliðum eða uns þau eru orðin fallega gullin.

Hrærið efnin í mæjónessósuna saman og berið fram með fiskbuffinu, soðnum hrísgrjónum og fersku salati.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Vaxandi tekjur af fiskeldi

Útflutningstekjur af fiskeldi jukust úr 9,6 milljörðum króna árið 2016 í 29,3 milljarða króna á síðasta ári. Um er að ræða ...

thumbnail
hover

Fundað um uppsjávarveiðar í London

Þessa dagana standa yfir í London viðræður strandríkja um veiðistjórnun á makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld. Samtímis fa...

thumbnail
hover

Uppsjávarveiðarnar blómstra

Þegar þetta er ritað er verið að ljúka við að landa 1.600 tonnum af norsk-íslenskri síld úr Beiti NK í Neskaupstað. Að sjálfs...