-->

Fiskistofa fylgir leiðbeiningum ráðuneytisins

Fiskistofa hefur nú lokið skoðun á óafgreiddum og óstaðfestum beiðnum um millifærslur í makríl. Með skírskotun í leiðbeiningar, sem fram komu í bréfi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, var ekki fallist á þær og þeim því synjað.  Það er í samræmi við þá meginreglu að aflamark í krókaaflamarkskerfinu verði ekki flutt í aflamarkskerfið.

Í bréfinu, sem sent var Fiskistofu 20. september sl., eru leiðbeiningar frá ráðuneytinu um framkvæmd laga um stjórn fiskveiða – flutningur veiðiheimilda í makríl.   Þar kemur fram að breyting sem gerð var á lögum um stjórn fiskveiða við afgreiðslu makrílsfrumvarpsins

„var ekki ætlað að opna fyrir flutning bolfiskheimilda úr krókaaflamarki yfir á aflamarksbáta, enda ekki kveðið á um slíkt í ákvæðinu heldur einungis vísað til aflamarks.  Samkvæmt framangreindu er krókaaflamarksskipum í A-flokki ekki heimilt að láta heimildir í krókaaflamarki í skiptum fyrir makríl til skips sem er aflamarksskip í B-flokki“

Með öðrum orðum, ólöglegt er að umbreyta krókaaflamarksheimildum í aflamark með millifærslum í makríl þar sem jöfn skipti á makríl og botnfiski koma við sögu.  Frá þessu er greint á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

Sjá frétt Fiskistofu

Sjá bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Smjörsteiktur þorskur

Nú höfum við það einfalt, hollt og gott. Og auðvitað erum við með þorsk. Þetta er fljótleg og þægileg uppskrift og réttur sem...

thumbnail
hover

„Maðurinn er mannveisla“

Maður vikunnar í dag starfar hjá Slippnum á Akureyri. Hann er þessa dagana að vinna í verkefnastjórnun fyrir næsta vinnsluþilfar, ...

thumbnail
hover

Nýr Áskell á heimleið

Nýr Áskell ÞH 48 hefur verið afhentur Gjögri hf. Í Noregi og er væntanlegur til Grindavíkur á mánudaginn kemur. Þann 25. septembe...