Fiskisúpa

310
Deila:

Nú gerum við okkur matarmikla og bragðgóða fiskisúpu. Þetta er góður aðalréttur fyrir fjóra, en gæti líka verið forréttur fyrir helmingi fleiri. Við mælum með þorski, en raun má nota hvaða fisk sem er. Verði ykkur að góðu.

Innihald:

2 msk. ólívuolía

½ laukur, saxaður

2 hvítlauksrif, marin

800g þorskflök, roð- og beinlaus

1 dós, um 400g, tómatar skornir í tenginga

1 dós, 165ml, kókosmjólk

½ dolla sýrður rjómi, 18%

2 msk. tómatþykkni

1 rauð paprika, sneidd

1 græn paprika, sneidd

salt og pipar

½ tsk. rauðar piparflögur

1 msk. ferskur kóríander

Aðferð:

Hitið olíuna á frekar stórri og djúpri pönnu. Bætið lauk og hvítlauk út á pönnum og látið krauma í 3 mínútur, eða þar laukurinn er byrjaður að taka lit. Bætið þá tómötunum út á ásamt kókosmjólkinni. Hrærið loks sýrða rjómanum og tómatþykkninu samanvið. Látið malla í smástund, 3 til 5 mínútur.   

Skerið þorskinn í hæfilega bita og bætið honum út í ásamt paprikunni. Kryddið þá með piparflögunum og salti og pipar eftir smekk. Látið nú súpuna krauma við lágan hita undir loki. Athugið að hægt er að stjórna þykkt súpunnar með vatni eða fiskisoði.

Stráið kóríandernum yfir og berið súpuna fram með fersku brauði að eigin vali.

Deila: