-->

Fiskréttur að spænskum hætti

Nú höldum við veislu að hætti Spánverja. Þessi réttur er þekktur í Katalóníu og algengur á góðum veitingahúsum í Barcelona. Uppskriftin er fyrir tvo og í raun sannkölluð veisla, hæfileg fyrir ástfangin pör á öllum aldri á rómantísku kvöldi með kertaljósum og ljúfri tónlist eins hjá Harry Belafonte. Nú, ef fleiri eru í mat, er bara að uppreikna uppskriftina og njóta saman. Hafa gaman saman.

Innihald:

2 hvítlauksrif

1 laukur

½ rauð paprika

1 ½ bolli af niðursoðnum tómótum í bitum

hreinsaður smokkfiskur um 150g

1 lítið smálúðuflak, um 200g

10 risarækjur pillaðar og garnhreinsaðar

8 ferskar bláskeljar

1 tsk. þurrkað timían

1 tsk. reykt paprika

¼ tsk. saffran

½ tsk. sykur

4 dl fiskisoð

½ dl vatn

2 msk. möndluflögur

4 msk. extra virgin olífuolía

Sjávarsalt

Fersk steinselja

Aðferð:

Merjið hvítlaukinn, saxið laukinn og paprikuna smátt, hreinsið smokkfiskinn og skerið í teninga og skiptið lúðuflakinu upp í 6 jafna bita.

Hitið 3 msk. af ólífuolíu á góðri pönnu.

Þegar olían er orðin heit er smá sjávarsalti stráð yfir og smokkfiskbitarnir steiktir í um 2 mínútur. Takið þá síðan af pönnunni og leggið til hliðar. Setjið laukinn á pönnuna og látið krauma í um 3 mínútur, bæti hvítlauknum út í og síðan paprikunni og látið krauma í 3 mínútur.

Bætið timían, paprikudufti og smávegis sjávarsalti saman við og blandið vel saman. Bætið tómötunum næst út á pönnuna, smávegis af sykri og salti og hrærið öllu vel saman.

Þegar tómatblandan hefur kraumað í 5 mínútur er fiskisoðinu og vatninu bætt út í og smávegis af saffrani. Lækkið hitann þegar suðan kemur upp.

Ristið möndluflögurnar á þurri pönnu, þar til þær fara að brúnast. Setjið þær síðan í mortél  eða matvinnsluvél ásamt steinselju og maukið. Bætið 1 msk. af olíu út í. Hrærið vel saman og bætið út á pönnuna.

Látið krauma í um 10 mínútur og bætið þá lúðubitunum út í ásamt smokkfiskinum, risrækjunni og bláskelinni og lokið pönnunni. Eftir um 5 mínútur ætti bláskelin að vera opnuð og fiskurinn soðinn.

Stráið steinselju yfir og berið réttinn fram í pönnunni með góðu brauði.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Veiðar á þorski, ýsu og ufsa...

Óháð vottunarnefnd á vegum írsku vottunarstofunnar Global Trust/SAI Global hefur endurvottað veiðar á þorski, ýsu og ufsa á Ísla...

thumbnail
hover

Þreyttir á veðurlaginu

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði á Seyðisfirði í gær. Aflinn var 85 tonn, mestmegnis þorskur. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi...

thumbnail
hover

Björgólfur fer úr brúnni

Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, ætlar að stíga úr brúnni fyrir lok mars. Björgólfur býður fram krafta sín...