Fiskrétturinn hennar mömmu

160
Deila:

Nýir eigendur hafa nú tekið við rekstri Norðanfisks á Akranesi. Hópur heimamanna hefur keypt fyrirtækið af Brimi hf. Norðanfiskur framleiðir mikið úrval fisks í neytendapakkningum til sölu í verslunum og tilbúnum fiskréttum og ýmislegt fleira. Í tilefni þess birtum við eina af þeim uppskriftum sem birtar eru á heimasíðu fyrirtækisins.

Innihald:

800 g ýsa eða þorskur
1 grænt epli
1 græn paprika
1 rauðlaukur
1 rauð paprika
4 gulrætur
1/2 spergilkálshöfuð
150 g rjómaostur
1-4 msk af karrý (smekksatriði)
Salt og pipar
100 g rifinn ostur

Aðferð:

Skerið grænmetið smátt. Hitið olíu á pönnu við vægan hita og steikið í 2-3 mínútur. Bætið rjómaostinum við og kryddið með karrý, salti og pipar. Blandið öllu vel saman og leyfið þessu að malla við vægan hita í 5 mínútur. Skolið fiskinn vel, skerið og raðið bitunum í eldfast mót. Hellið grænmetisblöndunni yfir og sáldrið að endingu rifnum osti út á réttinn. Bakist við 190°C í 25-30 mínútur. Berið fram með hrísgrjónum og fersku salati.

Deila: