-->

Fiskrétturinn hennar mömmu

Nýir eigendur hafa nú tekið við rekstri Norðanfisks á Akranesi. Hópur heimamanna hefur keypt fyrirtækið af Brimi hf. Norðanfiskur framleiðir mikið úrval fisks í neytendapakkningum til sölu í verslunum og tilbúnum fiskréttum og ýmislegt fleira. Í tilefni þess birtum við eina af þeim uppskriftum sem birtar eru á heimasíðu fyrirtækisins.

Innihald:

800 g ýsa eða þorskur
1 grænt epli
1 græn paprika
1 rauðlaukur
1 rauð paprika
4 gulrætur
1/2 spergilkálshöfuð
150 g rjómaostur
1-4 msk af karrý (smekksatriði)
Salt og pipar
100 g rifinn ostur

Aðferð:

Skerið grænmetið smátt. Hitið olíu á pönnu við vægan hita og steikið í 2-3 mínútur. Bætið rjómaostinum við og kryddið með karrý, salti og pipar. Blandið öllu vel saman og leyfið þessu að malla við vægan hita í 5 mínútur. Skolið fiskinn vel, skerið og raðið bitunum í eldfast mót. Hellið grænmetisblöndunni yfir og sáldrið að endingu rifnum osti út á réttinn. Bakist við 190°C í 25-30 mínútur. Berið fram með hrísgrjónum og fersku salati.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbakaður gullkarfi með chili, hvítlauk og...

Nú leitum við til Norðanfisks eftir góðri uppskrift. Fyrirtækið framleiðir gífurlega mikið af fiski sem tilbúinn er til matreiðs...

thumbnail
hover

Tengdamóðirin eftirminnilegasti vinnufélaginn

Maður vikunnar er Ólafsfirðingur búsettur á Dalvík. Hann byrjaði ungur að vinna í fiski hjá Sigvalda Þorleifs, en var síðar á ...

thumbnail
hover

Öflugur liðstyrkur í veiðieftirliti Fiskistofu

Fiskistofa réði nýverið sex nýja eftirlitsmenn til starfa í stað eldri starfsmanna sem látið hafa af störfum. Nýju veiðieftirlit...