Fiskveiðistjórnun á grunni erfðaefna?

97
Deila:

Lagt hefur verið til að nýta erfðaefni, DNA, umhverfisins, til að  meta betur vöxt og viðgang fiskistofna og greina þörfina á þeirri vitneskju sem þarf til að stjórna veiðum með hliðsjón af vistkerfinu.

Til að nýta vistfræðilega fiskveiðistjórnun þarf miklar upplýsingar um fleiri þætti vistkerfisins, en nú eru lagðir til grundvallar stjórnuninni. Sem dæmi um það eru örverur, þörungar, ýmsar smáar fisktegundir, hvalagums, átu og botndýr. Mikið af þessum rannsóknum má vinna með skoðun á erfðaefni umhverfisins. Sérstaklega gæti það átt við fiskitegundir, sem ekki er arðbært að veiða, fiskar sem ekki nást í troll, samspil fleiri tegunda og óvenjulega eða sérstaka fiska.  Slíkar rannsóknir geta verið víðtækar bæði í tíma og rúmi, með þeim má greina afleiðingar veðurfarsbreytinga og gefið upplýsingar um vannýtta stofna.

Ein af áskorununum er að finna rétta vægið milli þarfarinnar á nýrri vitneskju og óvissuna í rannsókn erfðaefna. Þessu er lýst í nýrri grein sem sýnir möguleika og áskoranir  sem felast i því að nýta erfðaefni umhverfisins við fiskveiðistjórnun. Greinin er byggð á rannsóknum vísindamanna frá Bandaríkjunum, Noregi og Færeyjum. Greinina má sjá hér.

 

Deila: