-->

Fizza

Samkvæmt könnun sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi létu gera vilja margir landsmenn borða meira af fiski. En svo virðist sem fólki detti hreinlega ekki í hug að hafa fisk í matinn, þrátt fyrir að vilja borða meira af honum.

Með þetta í huga var ákveðið að ráðast í átak og hvetja landsmenn til að borða meira af fiski. Alls konar fiski. Auglýsingastofan Brandenburg var fengin til samstarfs og þaðan kom hugmyndin að því að kalla átakið einfaldlega: Fisk í matinn. Því þegar spurt er, hvað eigum við að hafa í matinn, þá blasir svarið við!

Til að auðvelda fólki að matreiða fisk er farin sú leið að nota fisk í rétti sem flestir kannast við. Til dæmis að hafa fisk á pítsu og þá er komin fizza, það sama á við um lasagna, sem verður þá fasagna og fiskur í tacos verður facos, svo ekki sé minnst á hið margrómaða fnitzel. Möguleikarnir eru endalausir.

Innihald:

Uppskriftin er fyrir tvo

200 g þorskur
1 l olía
3 hvítlauksgeirar
1 búnt timjan
Sjávarsalt
Pizzudeig
100 g pizzusósa/tómatsalsa
150 g rifinn ostur
30 g fetaostur
5 g ólífur
100 g pestó
10 basillauf

Aðferð:

Setjið þorsk, timjan, 2 hvítlauksgeira og olíu í eldfast mót og bakið á 100°C í 30 mín.

Sigtið þorsk upp úr olíu og kryddið með sjávarsalti.
Fizza

Fletjið út pizzudeig

Bætið pizzusósu, rifnum osti, fetaosti og ólífum á pizzuna.

Rífið hvítlauk yfir.

Penslið kantana með ólífuolíu.

Bakið á 180°C í 20 mín.

Bætið þorskbitum á pizzuna ásamt pestói, basil, salti og pipar.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ágætur afli

Afli bolfiskskipa Loðnuvinnslunnar, Ljósafells, Sandfells og Hafrafells, í febrúar var 945 tonn óslægt. Ljósafell var með 535 tonn. ...

thumbnail
hover

Álaveiðar mögulegar sem búsílag

Fiskistofa auglýsir nú eftir umsóknum um álaveiðar til eigin neyslu. Allar álaveiðar eru óheimilar í sjó, ám og vötnum á Íslan...

thumbnail
hover

Einfalda löggjöf um áhafnir skipa

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar í samráðsgátt drög að frumvarpi til laga um áhafnir skipa. Með frumv...