Fjögurra króna gjald á hvert kíló af laxi

Fiskistofa mun leggja á gjald vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð tvisvar á ári þ.e. 15. ágúst 2021 vegna tímabilsins 1. janúar til 30. júní 2021 og 15. febrúar 2022 vegna tímabilsins 1. júlí 2021 til 31. desember 2021. Er það gert samkvæmt lögum um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð

Gjald á hvert kílógramm slátraðs lax á árinu 2021 er kr. 3,99. Gjald á hvert kílógramm slátraðs regnbogasilungs á árinu 2021 er kr. 2,00. Gjöldin eru byggð á fyrirmælum sem fram koma í 2. gr. laganna.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Fizza

Samkvæmt könnun sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi létu gera vilja margir landsmenn borða meira af fiski. En svo virðist sem fó...

thumbnail
hover

Skrýtið að þjóna til altaris

Maður vikunnar nú er fæddur Gaflari en á báðar ættir að rekja norður. Hann býr á Eskifirði en vinnur á Seyðisfirði. Hann hefu...

thumbnail
hover

Vill allt að 50.000 tonna fiskeldi...

„Fiskeldið er nú þegar einn af burðarásum atvinnulífsins og svo verður í framtíðinni, það er engin spurning. Starfsemi fiskeld...