-->

Fjölbreytnin, hraðinn, keppnisskapið og framsæknin

Mann vikunnar dreymir um að fara í frí til Króatíu í siglingu á snekkju sem hún stýrir sjálf. Hún byrjaði tólf ára í saltfiski í kennaraverkfalli og auðvitað er saltfiskur uppáhaldsmaturinn.

Nafn:

Margrét Kristín Pétursdóttir.

Hvaðan ertu?

Grindavík.

Fjölskylduhagir?

Gift Jóhanni Helgasyni og eigum þrjú börn, Helga Hafstein 11 ára, Kamillu Kristínu 7 ára og Árna Hafberg 2 ára.

Hvar starfar þú núna?

Forstöðumaður gæðamála hjá Vísi hf.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Í kennaraverkfallinu í grunnskóla, þá í 7 bekk eða 12 ára. Pabba leist ekkert á þetta „draumafrí“ framundan hjá okkur systrunum og skutlaði okkur á fyrsta degi í pakkið í Salthúsinu hjá Vísi.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fjölbreytnin, hraðinn, keppnisskapið og framsæknin. Fyrirtæki geta ekki leyft sér að staðna í þessum bransa.

En það erfiðasta?

Þegar hlutir ganga of hægt.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Ætli það var ekki bara þegar að ég byrjaði að halda með Liverpool eitt gott kvöld á sjávarútvegssýningunni í Brussel. Það var skrýtið.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Ég hef kynnst mörgum skemmtilegum karakterum, ómögulegt að velja einn.

Hver eru áhugamál þín?

Að njóta í náttúrunni hvort það sé að ganga, hlaupa eða „paddla“ og svo auðvitað jóga og allt sem tengist því.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Saltfiskurinn með sellerístöppunni hjá Láka í Salthúsinu í Grindavík, ekki spurning.

Hvert færir þú í draumfríið?

Til Króatíu á snekkju (sem ég stýri sjálf).

 

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ljúffeng lúða

Lúða er ljúffengur fiskur, sem elda má á ótal vegu og alltaf er hún góð svo fremi sem hún sé fersk. Hér kemur uppskrift sem er b...

thumbnail
hover

Byrjaði 15 ára á Barða NK

Maður vikunnar er Norðfirðingur. Einn af aflasælustu skipstjórum landsins, sem mokar upp kolmunna, makríl, síld og loðnu, þegar kv...

thumbnail
hover

Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. á Siglufirði var kjörinn formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á a...