Fjölskyldan, fótbolti og útilega

Deila:

Nú förum við aftur á sjóinn þegar við kynnum mann vikunnar að þessu sinni. Hann er kokkur á frystitogara frá Grindavík og var að taka til kostinn fyrir næsta túr í dag. Hann byrjaði að vinna við sjávarútveg 15 ára. Hann hefur mikinn áhuga á fótbolta og útilegum.

Nafn?

Vilhjálmur Jóhann Lárusson. 

Hvaðan ertu?

Grindavík. 

Fjölskylduhagir?

Giftur Agnesi Maríu Pétursdóttir og eigum við 3 krakka saman og svo á hún eitt úr fyrra sambandi; Pétur Ingi 18 ára, Rakel 11 ára, Tristan Orri 7ára, og Lárus Orri 6 ára.

Hvar starfar þú núna?

Kokkur á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

15 ára 

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Allt.

En það erfiðasta?

Fjarvera frá fjölskyldu og vinum.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Pass.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Þeir eru nú margir. Erfitt að gera upp á milli þeirra. 

Hver eru áhugamál þín?

Fjölskyldan, fótbolti og útilega. 

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Nautalund og svo jólamaturinn.

Hvert færir þú í draumfríið?

Til Balí með fjölskylduna.

 

 

Deila: