Flæði hlýsjávar til norðurs að aukast

246
Deila:

Ný grein vísindamanna sýnir að varmaflutningur inn í heilskautahöfin er að aukast. Milli Grænlands og Skotlands streymir hlýs sjór sunnan úr Atlantshafi norður í Íshafið. Þessi hlýi hafstraumur hækkar hitastig eins og til dæmis í Færeyjum, líkt og Golfstraumurinn gerir hér á Ísandi.

Straumurinn bræðir hafís og eykur lífslíkur uppsjávarfisks í norðurhöfum.  Vegna þess hefur mikil áhersla verið lögð á að kanna streymið af hlýsjónum og breytingar á því. Margar þjóðir rannsaka þetta streymi og hefur meðal annars Hafrannsóknastofnun Færeyja verið með mælingar á streyminu í meira en 20 ár. Rannsóknir stofnunarinnar hafa einkum beinst að hafstraumunum milli Íslands og Færeyja, sem nefndur hefur verið Færeyjastraumurinn og er hann öflugastur af þeim straumum sem liggja á norðurslóðir. Þá hefur stofnunin mælt strauminn sem liggur milli Hjaltlands og Færeyja í samvinnu við Skota.

Venjulega miðast mælingar á hafstraumum við tiltekin hafsvæði, en nú í haust birti vísindatímaritið Nature Climate Change grein þar sem niðurstöður mælinga frá mörgum svæðum hafa verið samhæfðar. Greinin nefnist „Increased ocean heat transport into the Nordic Seas and Arctic Ocean over the period 1993-2016” og snýst einkum um varmaflutninginn yfir í Norðurhöfin. Helsta niðurstaða greinarinnar er að varmaflutningurinn hafi aukist um 7% frá árinu 2001. Rannsóknir Færeyinga hafa áður sýnt svipaða aukningu, en nýja greinin gefur betri yfirsýn þar sem þar eru teknir saman allir straumar inn og út úr norðurhöfunum. .

Aðalhöfundur greinarinnar er Takamasa Tsubouchi, en meðhöfundar eru vísindamenn frá Noregi, Skotlandi, Íslandi og Færeyjum.

Greinina má sjá á slóðinni: https://www.nature.com/articles/s41558-020-00941-3

 

Deila: