Fleiri bátar en svipaður afli

Deila:

Grásleppuvertíðin hófst á hefðbundnum tíma þann 20. mars.  Það sem af er vertíð er afli nánast sá sami og á sama tíma í fyrra.   Á yfirstandandi vertíð hafa nokkru fleiri dagar verið nýttir og þrátt fyrir að bátum hafi einnig fjölgað þá dugir það ekki til aukins afla samkvæmt frétt á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

Mestum afla hefur verið landað á Bakkafirði 182 tonnum, á Drangsnesi hefur 174 tonnum verið landað og á Hólmavík 168 tonnum.   Alls hefur grásleppuafla verið landað á 33 stöðum.

Aflahæsti báturinn er kominn yfir fjörutíu tonn.  Hlökk ST með 41,5 tonnum, Hólmi ÞH hefur landað 39 tonnum og Sundhani ST er kominn með 38,3 tonn.   Alls eru 7 bátar komnir með yfir 30 tonn.  Á sama tíma í fyrra höfðu 9 bátar náð 30 tonnum og aflahæstur þá var kominn um 45,9 tonn.

Meðalverð á grásleppu sem seld er á markaði er nú 290 kr/kg en var í fyrra 205 krónur.  Það kemur því á óvart að bátum á grásleppu hefur aðeins fjölgað um 10 milli ára, en alls hafa 159 bátar hafið veiðar.

Skrá um hvernig aflinn skiptist milli útgerðarstaða.pdf

 

Deila: