Fleiri konur fara til sjós

124
Deila:

Sjómönnum í heilsársstörfum í Noregi fjölgaði um 60 á síðasta ári. Meira en helmingur þeirra eru konur. Fjöldi ungra sjómanna hefur aukist á hverju ári 2014 samkvæmt upplýsingum frá norska sjávarútvegsráðuneytisins.

Árið 2014 voru sjómenn í fullu starfi 1.613 undir þrítugu. Árið 2020 voru þeir 2.021 og er það fjölgum um 25%. Sjómönnum í fullu starfi hefur fækkað undanfarin ár, en hluti þeirra undir þrítugu hefur haldist.

Konur eru enn fámennar í sjómannastéttinni. Af 9.491 sjómönnum í fullu starfi eru konur aðeins 360

Skipum og bátum fer fækkandi. Frá 2019 til 2020 fækkaði þeim um 143. Fjöldinn fór þá úr 5.982 í 5.839. Fækkunin var í flestum stærðarflokkum en þó mest í smábátaflotanum. Úr 4.837 bátum 2019 í 4.705 í fyrra.

Deila: