-->

Flottur hnakki af feitum þorski

Það er fátt betra en feitt kjöt, sögðu bændur í gamla daga. Nú er viðhorfið aðeins breytt og fátt er betra en hnakki af feitum þorski eins og Grindavíkurbátarnir eru að draga úr sjó á heimamiðum þessa dagana. Við gamla settið ákváðum og fá okkur léttsaltaða þorskhnakka í kvöldmatinn og gerðum úr þeim góða veislu með meðlæti að eigin vali. Okkur fannst útkoman góð og nú er komið að ykkur að prófa.

Innihald:

800g léttsaltaðir þorskhnakkar
2 rauðlaukar, sneiddir
1 rauð paprika, sneidd
12 döðlur, saxaðar
2 msk. smjörlíki
1 msk. ólífuolía
nokkur strá af graslauk til skrauts
fersk steinselja til skrauts
4 msk. hveiti

Blómkálsmauk:

1 blómkálshaus
½ dl rjómi
2 msk. basilíkuolía
4 hvítlauksrif, söxuð
2 msk. fetaostur með olíu
sellerísalt

Aðferð:

Sjóðið blómkálið þar til það er farið að mýkjast. Takið það úr pottinum og látið vatnið drjúpa af því. Setjið það þá í skál og bætið út á rjóma, basilíkuolíu, fetaosti og hvítlauk og maukið með töfrasprota. Kryddið til með sellerísaltinu. Leggið það til hliðar og haldið heitu.

Skerið þorskhnakkana í fjóra jafna bita, eða fleiri ef þannig liggur í stykkjunum. Veltið þeim upp úr hveiti. Hitið smjörlíki og ólífuolíu á pönnu svo það verði snarpheitt. Setjið þá þorskbitana á pönnuna og snúið holdhliðinni niður.
Setjið þá laukinn og paprikuna á heita pönnu með smjörlíki eða ólífuolíu og mýkið og bætið döðlunum fljótlega út á. Lækkið svo hitann undir pönnunni niður undir núllið.
Þegar fiskstykkin eru orðin gullin á holdhliðinni, er þeim snúið við og steikt áfram á roðinu í 4-6 mínútur eftir þykkt.

Berið fram með blómkálsmaukinu og lauk- papriku- og döðlumaukinu og stráið steinselju og graslauk yfir, svona fyrir augað. Fyrir þá sem vilja njóta rauðvíns með saltfiskinum bendum við á hið spænska rioja vín Muga.

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Vilja svæðalokanir til að vernda höfrunga...

Vísindamenn hjá Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) leggja nú til  fiskveiðar verði bannaðar á ákveðnum svæðum í Biskajafló...

thumbnail
hover

Hoppandi kátir

Drangey SK2 landar í Grundarfirði í byrjun vikunnar.  Heildarmagn afla um borð er um 154 tonn, uppistaða aflans er að mestu þorskur....

thumbnail
hover

Verð á þorski fer hækkandi

Verð á þorski sem seldur er gegnum fiskmarkaði hefur stigið jafnt og þétt undanfarna daga. Þann 15. maí var ríkti svartsýni hjá ...