Flutningi frestað

99
Deila:

Mjaldrarnir Litla Grá og Litla Hvít verða að bíða enn um sinn eftir því að komast í varanleg heimkynni sín í Klettsvík. Fyrirhugað var að flytja hvalina í morgunn en hvassviðri snemma í morgun truflaði þau áform þetta staðfesti Audrey Padgett í samtali við Eyjafréttir. „Við þurfum að getað stólað á góða þrjá klukkutíma í veðrinu og eins og spárnar litu út í morgunn var ekki hægt að vera 100% viss um að það næðist að þessu sinni.“ Audrey segir að allt sé nú til reiðu og hvalirnir verði fluttir út um leið og tækifæri gefst.

Deila: