-->

Föstudagsfiskur

Fiskur á föstudögum er ágæt regla miðað við að ráðlögð neysla á fiski er að lágmarki tvær máltíðir í viku hverri. Uppskriftin þarf ekki að vera flókin til að maturinn verði bæði ljúffengur og hollur. Ýsa er okkar uppáhaldsfiskur, enda bragðgóður og mildur og auðveldur í matreiðslu. Þess vegna leggjum við til þessa einföldu og góðu uppskrift til við lesendur okkar.

Innihald:

800g ýsuflök, roð- og beinlaus
4 ananashringir
4 msk. hveiti
2 egg
2 msk. mjólk
karrý eftir smekk
sítrónupipar
1 bréf karrýsósa
smjörlíki til steikingar

Aðferð:

Skerið ýsuna í hæfilega bita, þvoið þá og þerrið. Kryddið þá með sítrónupipar. Hrærið eggin og mjólkina saman í skál og setjið hveitið í aðra og blandið út í það 1 tsk. af karrý að eigin vali. Hrærið sósuduftið út í vatn og látið suðuna koma upp. Sósuna má bragðsbæta með lítilsháttar grænmetiskrafti og karrýdufti. Hitið pönnu að meðal hita og setjið smjörlíkið á hana. Veltið fiskbitunum upp úr egginu, síðan hveitinu og loks egginu aftur og steikið á pönnunni í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Gerið það sama við ananassneiðarnar.
Berið fiskinn fram með soðnum hrísgrjónum, ananashringjunum og grænmeti að eigin vali.

Karrý er kryddblanda ættuð frá Austurlöndum og er til í óteljandi útgáfum. Áður fyrr fékkst eingöngu gamla góða karrýið frá Kötlu hér á landi, en nú er fjölbreytnin endalaus. Við notuðum virkilega gott og milt karrí frá Bali.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Vilja svæðalokanir til að vernda höfrunga...

Vísindamenn hjá Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) leggja nú til  fiskveiðar verði bannaðar á ákveðnum svæðum í Biskajafló...

thumbnail
hover

Hoppandi kátir

Drangey SK2 landar í Grundarfirði í byrjun vikunnar.  Heildarmagn afla um borð er um 154 tonn, uppistaða aflans er að mestu þorskur....

thumbnail
hover

Verð á þorski fer hækkandi

Verð á þorski sem seldur er gegnum fiskmarkaði hefur stigið jafnt og þétt undanfarna daga. Þann 15. maí var ríkti svartsýni hjá ...