-->

Föstudagsfiskur

Fiskur á föstudögum er ágæt regla miðað við að ráðlögð neysla á fiski er að lágmarki tvær máltíðir í viku hverri. Uppskriftin þarf ekki að vera flókin til að maturinn verði bæði ljúffengur og hollur. Ýsa er okkar uppáhaldsfiskur, enda bragðgóður og mildur og auðveldur í matreiðslu. Þess vegna leggjum við til þessa einföldu og góðu uppskrift til við lesendur okkar.

Innihald:

800g ýsuflök, roð- og beinlaus
4 ananashringir
4 msk. hveiti
2 egg
2 msk. mjólk
karrý eftir smekk
sítrónupipar
1 bréf karrýsósa
smjörlíki til steikingar

Aðferð:

Skerið ýsuna í hæfilega bita, þvoið þá og þerrið. Kryddið þá með sítrónupipar. Hrærið eggin og mjólkina saman í skál og setjið hveitið í aðra og blandið út í það 1 tsk. af karrý að eigin vali. Hrærið sósuduftið út í vatn og látið suðuna koma upp. Sósuna má bragðsbæta með lítilsháttar grænmetiskrafti og karrýdufti. Hitið pönnu að meðal hita og setjið smjörlíkið á hana. Veltið fiskbitunum upp úr egginu, síðan hveitinu og loks egginu aftur og steikið á pönnunni í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Gerið það sama við ananassneiðarnar.
Berið fiskinn fram með soðnum hrísgrjónum, ananashringjunum og grænmeti að eigin vali.

Karrý er kryddblanda ættuð frá Austurlöndum og er til í óteljandi útgáfum. Áður fyrr fékkst eingöngu gamla góða karrýið frá Kötlu hér á landi, en nú er fjölbreytnin endalaus. Við notuðum virkilega gott og milt karrí frá Bali.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Brim og Samherji áfram með mesta...

Litlar breytingar eru á hvaða aðilar eru í efstu sætunum yfir aflahlutdeild frá því sams konar upplýsingar voru birtar miðaðar vi...

thumbnail
hover

Huginn landar síld í Fuglafirði

Huginn VE landaði 1.000 tonnum af norsk-íslenskri síld í Fuglafirði hjá fyrirtækinu Pelagos. Aflann fékk Huginn austur af landinu in...

thumbnail
hover

Ársfundur Hafró framundan

Ársfundur Hafrannsóknastofnunar Rannsókna- og ráðgjafarstofnunar hafs og vatna, verður haldinn föstudaginn 25. september 2020, Kl. 14...