-->

Frá Brussel til Barcelona

Á næsta ári, 2021, munu sjávarútvegssýningarnar Seafood Expo Global og Seafood Processing Global, sem haldnar hafa verið í Brussel um langt skeið, flytja til Barcelona.

Líkt og í Brussel í ár mun Íslandsstofa skipuleggja þjóðarbása á sýningunum í Barcelona að ári og er undirbúningur þegar hafinn.

Í Barcelona verða sýningarnar haldnar í Fira de Barcelona sýningarhöllinni, sem dagana 27. – 29. apríl 2021 breytist í miðstöð sjávarútvegs. Um skeið hafði staðið til að finna sýningunum nýjan stað, enda hafa þær vaxið mjög að umfangi og vinsældum í gegnum árin 27 í Brussel.

Ákvörðunin nú er tekin að undangengnum ítarlegum markaðsrannsóknum þar sem m.a. var leitað álits sýnenda og annarra hagaðila. Barcelona borg varð fyrir valinu út frá stærð og getu til að taka á móti þetta stórum viðburði auk mikils framboðs hótela á svæðinu.

„Sem fyrr mun Íslandsstofa skipuleggja þjóðarbás á sýningunum í Barcelona og í ljósi breyttrar staðsetningar gefst nú fleirum tækifæri á að taka þar þátt,“ segir á heimasíðu Íslandsstofu.

Sjá vefsíðu Seafood Expo Global

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Veiðar á þorski, ýsu og ufsa...

Óháð vottunarnefnd á vegum írsku vottunarstofunnar Global Trust/SAI Global hefur endurvottað veiðar á þorski, ýsu og ufsa á Ísla...

thumbnail
hover

Þreyttir á veðurlaginu

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði á Seyðisfirði í gær. Aflinn var 85 tonn, mestmegnis þorskur. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi...

thumbnail
hover

Björgólfur fer úr brúnni

Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, ætlar að stíga úr brúnni fyrir lok mars. Björgólfur býður fram krafta sín...