-->

Frá fallegasta bæ á landinu, Akureyri

Maður vikunnar að þessu sinni er Akureyringur, en starfar nú sem framleiðslustjóri hjá Síldarvinnslunni á Seyðisfirði. Honum finnst kótelettur raspi og kexaðar kjötbollur góður matur. Í draumafríið færi hann til Ástralíu, eða Nýja Sjálands.

Nafn:

Róbert Ingi Tómasson

Hvaðan ertu?

Ég kem frá fallegast bæ á landinu, Akureyri.

Fjölskylduhagir?

Ég er í sambandi með Örnu Dögg Arnarsdóttur.

Hvar starfar þú núna?

Ég starfa sem framleiðslustjóri hjá Síldarvinnslunni á Seyðisfirði.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Mín fyrsta vinna í sjávarútvegi var sumarið 2013 þegar ég tók á mig það þrekvirki að gerast  sjómaður til skamms tíma.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Það er sennilega samskiptin sem maður á við annað fólk í sjávarútvegi. Það reyna alltaf allir að hjálpast að og er það mjög sjaldan sem upp koma vandamál sem ekki finnast fljótt lausnir á.

En það erfiðasta?

Það er þessi endalausa neikvæðni og rangfærslur sem einkenna umfjöllun og umræður um bæði sjávarútveg og fiskeldi. Það virðast margir eiga í stökustu vandræðum með að afla sér upplýsinga áður en þeir tjá sig.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Kemur ekkert sérstakt upp í hugann.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Það er án efa Árni Geirhjörtur, höfðingi þar á ferð. Hann kenndi mér mikið á mínum yngri árum og þá sérstaklega hvernig á að vinna. Það var nú ekki allt gáfulegt sem kom frá honum og sem dæmi vildi hann alls ekki láta bjóða sér góðan dag. Það var ekki annarra manna að ákveða hvernig dag þú ættir. 

Hver eru áhugamál þín?

Ferðalög, útivera, skíði og fótbolti.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Það er fátt betra en kótelettur í raspi og ritz kex kjötbollur.

Hvert færir þú í draumfríið?

Það væri gaman að fara til Ástralíu eða Nýja Sjálands.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbökuð bleikja

Íslensk bleikja er einhver besti fiskur sem hægt er að fá í matinn. Hún er ekki eins feit og eldislaxinn, bragðið eiginlega alveg ei...

thumbnail
hover

Yfir 50 sóttu um tvö störf...

Síldarvinnslan auglýsti nýverið tvær stöður, rekstrastjóra uppsjávarfrystingar og rekstrastjóra útgerðar. Attentus-mannauður og...

thumbnail
hover

Samdráttur í útflutningi sjávarafurða

Útflutningsverðmæti sjávarafurða var rúmir 23,7 milljarðar króna í maí, sem er í samræmi við bráðabirgðatölur Hagstofunnar ...