-->

Frábært tækifæri

Maður vikunnar er langt að kominn, alla leið frá Súmötru í Indónesíu. Hann starfar hjá Vísi hf. í Grindavík. Lyftingar eru áhugamál hans og honum finnst frábært að hafa fengið tækifæri til að vinna í fiski á Íslandi.

Nafn: 

Tommy Ali Safutra.

Hvaðan ertu? 

Kem frá Súmötru (Indónesíu).

Fjölskylduhagir? 

Í sambúð og eigum einn son hann Adam Loga Daulay tæplega 2 ára.

Hvar starfar þú núna? 

Hjá Vísi í Grindavík.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg? 

Í ágúst 2019.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg? 

Það er bara frábært að fá tækifæri til að prófa það.

En það erfiðasta? 

Allt frekar auðvelt.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum? 

Þegar það hafa komið slys.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn? 

Golli.

Hver eru áhugamál þín? 

Lyftingar.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? 

Indónesískur hrísgrjónaréttur (Nasi Goreng).

Hvert færir þú í draumfríið? 

Til Sádi Arabíu (Mekka)

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Vilja láta rannsaka hvort útgerðin svíki...

Formenn þriggja stéttafélaga sjómanna vilja að kannað verði hvort verðmæti sjávarafurða hækki óeðlilega meðan verið er að f...

thumbnail
hover

Sjávarútvegsskólinn kominn með nema eftir árs...

Gró Sjávarútvegsskóli sem starfar undir hatti UNESCO hefur fengið nema að nýju eftir árs hlé vegna Covid19. Þetta er stærsti hóp...

thumbnail
hover

Mikið um þörungablóma fyrir austan

Þörungablómi fyrir austan virðist óvenju mikill miðað við árstíma. Hafrannsóknastofnun hafa borist fregnir af blóðrauðum sjó ...