-->

Fundað um franska markaðinn

 Útflutningur til Frakklands hefur aukist verulega á undanförnum árum. Þorskur er langmikilvægasta fisktegundin og skilaði hann 11,5 milljörðum króna í útflutningstekjur árið 2012, en einnig eru steinbítur, ufsi, karfi og ýsa flutt til Frakklands í einhverjum mæli.  Sjávarafurðir eru um 60% alls útflutnings Íslendinga til Frakklands.

Íslandsstofa heldur fund föstudaginn 7. júní nk. kl. 10-12 þar sem fjallað verður um markaðinn fyrir sjávarafurðir í Frakklandi. Fundurinn fer fram í Víkinni sjóminjasafni, Grandagarði 8, Reykjavík.
Marie Christine Monfort, sem er sérhæfður ráðgjafi í markaðsmálum sjávarafurða, mun halda kynningu og fjalla um:

  • einkenni franska markaðarins, neysluhegðun, væntingar og kröfur neytenda
  • helstu merki (labels) sem notuð eru á franska markaðinum til að upplýsa neytendur um ábyrgar fiskveiðar og uppruna
  • markaðs- og kynningarstarfi verslanakeðja verða gerð skil
  • tækifæri fyrir íslenskar sjávarfurðir á franska markaðinum.

Umræður verða í kjölfar fyrirlestursins. Þeir sem eru að selja sjávarafurðir í Frakklandi eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum um markaðssetningu og kynningu á íslenskum afurðum í Frakklandi.
Marie Christine Monfort hefur meira en 20 ára reynslu af ráðgjöf í markaðssetningu sjávarafurða og fiskeldisafurða, greiningarvinnu og stefnumótun. Hún hefur m.a. unnið rannsóknir á kröfum um sjálfbærni og hefur unnið fjölda verkefna á alþjóðlegum vettvangi, meðal annars fyrir Norðmenn.
Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn með því að senda póst á islandsstofa@islandsstofa.is.