-->

Fundu nýjan hafstraum

Sjórinn kólnar í norðurhöfum og kaldur sjór sekkur til botns og streymir síðan suður eftir hafsbotninum allt suður undir suðurpólinn. Mikill hluti þessa straums rennur í gegnum „Bankarennuna“, sem er djúpt skarð sem liggur á milli Færeyjabanka og landgrunnsins. Þessar aðstæður draga til sín hlýjan sjó úr Golfstraumnum til norðurs meðfram Færeyjum og leiða til hlýrra loftslags á norðurslóðum.

Hingað til hafa vísindamenn talið að kaldi djúpsjávarstraumurinn streymi meðfram færeyska landgrunninu áður en hann kemur í „Bankarennuna“. Þó bendir ný grein í tímaritinu Nature Communications til að stærsti hluti straumsins renni um gjá fyrir norðan Hjaltland. Þessi straumur á því upptök sína mun austar en áður var talið. Þessar upplýsingar munu geta gert vísindamönnum auðveldara að meta breytingar í sjárvarstraumum, varmaflutningi og seltu en áður hefur verið.

Þessar upplýsingar eru meðal annars fengnar frá mælingum frá farþegaferjunni Nörrönu, þar sem mældir hafa verið hafstraumar í samvinnu við vísindamenn frá Bandaríkjunum.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Tengdamóðirin eftirminnilegasti vinnufélaginn

Maður vikunnar er Ólafsfirðingur búsettur á Dalvík. Hann byrjaði ungur að vinna í fiski hjá Sigvalda Þorleifs, en var síðar á ...

thumbnail
hover

Öflugur liðstyrkur í veiðieftirliti Fiskistofu

Fiskistofa réði nýverið sex nýja eftirlitsmenn til starfa í stað eldri starfsmanna sem látið hafa af störfum. Nýju veiðieftirlit...

thumbnail
hover

Líf og fjör í Norðfjarðarhöfn

Það hefur svo sannarlega verið mikið um að vera í Norðfjarðarhöfn síðustu dagana. Veiðiskip koma og fara og flutningaskip koma o...