-->

Fylltar kolarúllur

Nú dekrum við aðeins við okkur, reyndar er það ekkert nýtt, og fáum okkur yndislegar kolarúllur fylltar með krabbakjöti. Í réttinn má nota rauðsprettu, sólkola, smálúðu eða hvaða annan flatfisk sem í boði er. Þennan fisk má nálgast í öllum alvöru fiskbúðum og krabbakjötið fæst víða niðursoðið í dós. Annars er fínt að nota rækju í staðinn eða líka. Svo það er ekkert annað en að kaupa fiskinn og meðlæti í næstu innkaupaferð, þar sem að sjálfsögu er gætt fyllstu varúðar vegna Covid-17. Við hlíðum Víði.

Innihald:

4 kolaflök um 200g hvert, roð- og beinlaus

1 msk. ólífuolía

1 miðlungs laukur, smátt saxaður

2 hvítlauksgeirar, marðir

Um 220g krabbakjöt úr dós eða eða rækjur eftirsmekk

3 msk. rjómaostur

1 tsk. sítrónupipar

Salt og pipar

2 msk. graslaukur, fínt saxaður.

Sítrónusmjörsósa

2 msk. smjör

2 msk. ferskur sítrónusafi

Aðferðin:

Forhitið ofninn í 190°C

Hitið ólífuolíu á góðri pönnu og stillið á meðalhita. Setjið saxaðan laukinn út á og mýkið þar til að byrjar að brúnast. Bætið þá hvítauknum út á og síðan krabbakjötinu eða rækjunum, rjómaostinum, sítrónupiparnum, salti og pipar og söxuðum graslauknum út á og látið allt krauma smávegis og hrærið vel saman.

Leggið kolaflökin á skurðarbretti með roðhliðina niður og snyrtið ef þörf er á. Smyrjið síða krabbablöndunni jafnt yfir

Rúllið flökunum upp og ef þörf er á má nota tannstöngla til að halda rúllunum saman. Leggið þær í eldfasta smurt fat og kryddið smávegis og dreifið því sem eftir kann að vera af krabbablöndunni yfir.

Bræðið smjörið í litlum potti og hrærið sítrónusafann vel saman við það. Hellið smávegis af sósunni síðan yfir rúllurnar

Bakið rúllurnar í ofninum í 20 til 25 mínútur eftir þykkt flakanna

Berið rúllurnar fram með sósunni og sítrónusneiðum, hrísgrjónum og fersku salati að eigin vali.

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Vilja svæðalokanir til að vernda höfrunga...

Vísindamenn hjá Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) leggja nú til  fiskveiðar verði bannaðar á ákveðnum svæðum í Biskajafló...

thumbnail
hover

Hoppandi kátir

Drangey SK2 landar í Grundarfirði í byrjun vikunnar.  Heildarmagn afla um borð er um 154 tonn, uppistaða aflans er að mestu þorskur....

thumbnail
hover

Verð á þorski fer hækkandi

Verð á þorski sem seldur er gegnum fiskmarkaði hefur stigið jafnt og þétt undanfarna daga. Þann 15. maí var ríkti svartsýni hjá ...