Fyrsti hvalurinn skorinn

Deila:

Fyrsta langreyður vertíðarinnar í vor barst að landi snemma í morgun og er nú lokið við að skera hvalinn í hvalstöðinni í Hvalfirði. Það eru Hvalur 8 og Hvalur ) sem veiðarnar stunda. Leyft er að veiða 161 langreyði á ári sam­kvæmt ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. Við það bæt­ast 20% af kvóta fyrra árs vegna þess að hann var ekki veidd­ur. Sam­tals ger­ir það 193 hvali. Stofn­inn taldi vel yfir 30.000 hvali síðast þegar talið var.

Síðustu þrjú ár hafa engin stórhveli verið veidd hér við land en ein hrefna var veidd árið 2021. Samkvæmt reglugerð frá því í júlí 2019 hefur Hvalur hf. leyfi til að veiða langreyðar til ársins 2023.  

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. segir í samtali við Auðlindina að nú sé bræla á miðunum en hvalbátarnir haldi sig á miðunum og hefji veiðar þegar lægi. Hann gerir ráð fyrir því að þessi vertíð verði hefðbundin og standi fram í september. Spurður um markaðinn segir hann að þar fari enginn á veiðar án þess að sala afurðanna sé tryggð.
Myndin er tekin fyrir nokkrum árum

Deila: