Gamlir munir Gæslunnar til sýnis á Skógum

Deila:

Öldungaráð Landhelgisgæslunnar er skipað fyrrverandi starfsfólki stofnunarinnar sem sest er í helgan stein. Ráðið hittist reglulega og rifjar upp liðna tíma. Í vikunni brugðu félagsmenn undir sig betri fætinum og héldu í ferð um suðurland með viðkomu í Skógasafn en þar er sérstakur bás helgaður Landhelgisgæslu Íslands. Við það tilefni færði Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, ráðinu gamla muni stofnunarinnar sem verða til sýnis á safninu. Meðfylgjandi myndir tók Jón Páll Ásgeirsson.

Deila: