-->

Gengið frá sölu og afhendingu dráttarbátsins Jötuns til Þorlákshafnar

Gengið hefur verið frá sölu og afhendingu dráttarbátsins Jötuns til Þorlákshafnar. Jöt­unn er tæp­lega 100 tonna stál­bát­ur sem smíðaður var í Hollandi árið 2008. Hann hef­ur 27 tonna tog­kraft.

Þegar dráttarbáturinn var auglýstur til sölu, þá bárust tvö tilboð í hann. Hafn­ar­sjóður Þor­láks­hafn­ar átti hærra boðið, 220,5 millj­ón­ir. Hafn­ar­fjarðar­höfn bauð 202 millj­ón­ir. Hafn­ar­stjórn fól Gísla Gísla­syni hafn­ar­stjóra að ganga til samn­inga við hæst­bjóðanda.

Þess má geta að þetta er í annað sinn sem dráttarbátur Faxaflóahafna er seldur til Þorlákshafnar. Jötunn eldri, sem nú heitir Ölver hjá Þorlákshöfn, var einnig seldur til Þorlákshafnar árið 2007.  Sá dráttarbátur er rúmlega 40 tonn og með 14 tonna tog­kraft.

Á myndinni eru Elliði Vignisson, sveitarstjóri í Ölfusi, Gísli Gíslason, hafnarstjóri í Reykjavík, og Hjörtur Jónsson, hafnarstjóri í Þorlákshöfn.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Landaði 927 tonnum af rækju

Rækjutogarinn Avataq, sem er í eigu Royal Greenland hefur enn eitt skiptið sett met í löndun í grænlenskri höfn. Hann landaði nýle...

thumbnail
hover

Úthafrækjuafli fari ekki yfir 5.136 tonn

Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við varúðarsjónarmið að afli fiskveiðiárið 2020/2021 verði ekki meiri en 5.136 tonn fy...

thumbnail
hover

Unga fólkið fræðist um sjávarútveg

Nú í sumar var í fyrsta skipti í Reykjavík boðið upp á fræðslu um sjávarútveg fyrir 15- 16 ára ungmenni fædd árið 2004. Þet...