Gengur vel að vinna makrílinn

Deila:

Jón Gunnar Sigurjónsson, yfirverkstjóri í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar, segir að vinnslan á makrílvertíðinni hafi farið vel af stað. „Það gekk bara vel að starta þessu hjá okkur. Börkur kom í gær með 750 tonn og við lukum við að vinna úr honum í morgun. Nú er verið að þrífa húsið, en Vilhelm Þorsteinsson er væntanlegur með rúm 1000 tonn núna klukkan þrjú. Fiskurinn er hefðbundinn Smugufiskur eins og hann er á þessum árstíma. Við byrjum vertíðina á tvískiptum vöktum en nú er að bætast í mannskapinn og eftir helgina verða þrískiptar vaktir. Það er bara vonandi að veiðin gangi vel svo vinnslan geti verið sem samfelldust,“ segir Jón Gunnar í samtali á heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Tvö Síldarvinnsluskipanna, Beitir NK og Barði NK, eru að veiðum í Smugunni þegar þetta er ritað.
Barði NK á makrílmiðunum í Smugunni í gær. Ljósm. Helgi Freyr Ólason

 

 

Deila: