Gitte Henning á leið til Fáskrúðsfjarðar

126
Deila:

Færeyska uppsjávarskipið Gitte Henning er væntanlegt til Fáskrúðsfjarðar í kvöld með fullfermi af kolmunna. Skipið er með um 3.300 tonn, sem veidd voru út af ströndum Írlands.

Íslensk skip hafa einnig verið á þessum slóðum, en nú verður líklega hlé á veiðum þeirra þar sem kolmunninn er að ganga norður eftir. Þar til hann kemur inn í Síldarsmuguna og eða inn í Færeyska lögsögu mega íslensk skip ekki stunda veiðarnar.

Deila: