-->

Gitte landar hjá Loðnuvinnslunni

Færeyska uppsjávarskipið Gitte Henning kom til Fáskrúðsfjarðar á mánudagskvöld með um 3.300 tonn af kolmunna til bræðslu.  Hoffell kom til löndunar á sunnudag með kolmunna af alþjóðlegu hafsvæði vestan við Írland. Aflinn var 1.633 tonn

Gitte Henning er byggt 2018 og er því eitt af nýjustu og stærstu uppsjávarskipum við N-Atlandshaf, 90 metrar að lengd og 18 metrar á breidd. Töluvert hefur verið um það að færeysk skip landi kolmunna og öðrum uppsjávarfiski á Fáskrúðsfirði

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ljúffeng lúða

Lúða er ljúffengur fiskur, sem elda má á ótal vegu og alltaf er hún góð svo fremi sem hún sé fersk. Hér kemur uppskrift sem er b...

thumbnail
hover

Byrjaði 15 ára á Barða NK

Maður vikunnar er Norðfirðingur. Einn af aflasælustu skipstjórum landsins, sem mokar upp kolmunna, makríl, síld og loðnu, þegar kv...

thumbnail
hover

Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. á Siglufirði var kjörinn formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á a...