Gitte landar hjá Loðnuvinnslunni

87
Deila:

Færeyska uppsjávarskipið Gitte Henning kom til Fáskrúðsfjarðar á mánudagskvöld með um 3.300 tonn af kolmunna til bræðslu.  Hoffell kom til löndunar á sunnudag með kolmunna af alþjóðlegu hafsvæði vestan við Írland. Aflinn var 1.633 tonn

Gitte Henning er byggt 2018 og er því eitt af nýjustu og stærstu uppsjávarskipum við N-Atlandshaf, 90 metrar að lengd og 18 metrar á breidd. Töluvert hefur verið um það að færeysk skip landi kolmunna og öðrum uppsjávarfiski á Fáskrúðsfirði

 

Deila: