-->

Goliath og Ferguson

Dráttarbáturinn Goliath kom inn til Grindavíkur í vikunni og liggur hér enn. Hann er með þennan pramma með sér sem ber nafnið Carhie Anne.
„Ekki veit ég á hvaða ferðalagi hann er. En hann er smíðaður 1956 hjá skipasmíðastöðinni Harris & Sons, Appledore sem staðsett er í Devon á Englandi og er smíði númer 103 hjá þeirri stöð. Hann er 29m. á lengd og 7,8m. á breidd og 169 brúttótonn,“ segir Jón Steinar Sæmundsson á fésbókarsíðu sinni, báta og bryggjurölt.

Til viðbótar má bæta því við að pramminn er merktur Ferguson Shipping, en allsendis er óvíst hvort hinni eini og sanni Alex Ferguson, sé kominn út í slíka útgerð.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Landaði 927 tonnum af rækju

Rækjutogarinn Avataq, sem er í eigu Royal Greenland hefur enn eitt skiptið sett met í löndun í grænlenskri höfn. Hann landaði nýle...

thumbnail
hover

Úthafrækjuafli fari ekki yfir 5.136 tonn

Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við varúðarsjónarmið að afli fiskveiðiárið 2020/2021 verði ekki meiri en 5.136 tonn fy...

thumbnail
hover

Unga fólkið fræðist um sjávarútveg

Nú í sumar var í fyrsta skipti í Reykjavík boðið upp á fræðslu um sjávarútveg fyrir 15- 16 ára ungmenni fædd árið 2004. Þet...